is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18488

Titill: 
  • Ber gjörhyglimiðuð bakslagsvörn árangur í meðferð fíknisjúkdóma?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mikil þörf er á árangursríkri lausn á fíknivandamálum nútímans. Fíknisjúkdómurinn er langvinnur og einkennist af bakslagi, þar sem um 40-60% þeirra sem fara í meðferð við áfengis- eða vímuefnavanda eru komnir í neyslu aftur innan við ár frá meðferðarlokum. Því er mikilvægt að reyna að finna leiðir til að viðhalda árangri sem næst í meðferð. Ein slík leið hefur sýnt árangur í að viðhalda bata er svokölluð gjörhyglimiðuð bakslagsvörn. Gjörhygli er lýst sem ferli sem færir athygli að upplifun og reynslu hvers og eins á hverju augnabliki fyrir sig og hefur Jon Kabat-Zinn verið einn helsti talsmaður þess að beita gjörhygli til að fást við langvinnan heilsufarsvanda síðustu áratugi. Þetta yfrlit fjallar um árangur gjörhyglimiðaðra bakslagsvarna (e. Mindfulness-Based Relapse Prevention) (MBRP) en aðferðin er úr smiðju Alan Marlatts. Markmiðið var að skoða hvort rannsóknir styddu að gjörhyglimiðuð bakslagsvörn væri árangursríkur kostur sem eftirmeðferð gegn fíknisjúkdómum að lokinni hefðbundinni meðferð, til dæmis 12-spora kerfisins, hugrænnar atferlismeðferðar og fræðslu. Alls fundust við heimildaleit 13 rannsóknir á árangri (e. effectiveness) MBRP, þar af fimm slembiraðaðar íhlutunarrannsóknir. Elsta rannsóknin var frá árinu 2008 en sú nýjasta var birt í desember 2013. Niðurstöður voru skýrar, gjörhyglimiðuð bakslagsvörn er árangursríkur kostur sem eftirmeðferð, sérstaklega með tilliti til kostnaðar heilbrigðisþjónustu, hlutfalls þeirra sem ná fráhaldi og lágs brottfalls þátttakanda.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AndriF_lokaverkefni.pdf333.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna