is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18491

Titill: 
  • Lengi býr að fyrstu gerð: Tengslamyndun ungra mæðra við börn sín
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Forvarnir og heilsuefling eru mikilvægir þættir í hjúkrunarstarfinu og eru hjúkrunarfræðingar í einstakri aðstöðu til að hafa áhrif á og styðja við mæður í nýjum hlutverkum sínum sem foreldrar. Börn standa nú frammi fyrir nýjum heilsutengdum vandamálum sem snerta þroska þeirra og almenna líðan og hafa sérfræðingar hér á landi lýst yfir áhyggjum sínum yfir vaxandi tíðni tilfinningalegra vandamála hjá börnum og unglingum.
    Sýnt hefur verið fram á að hvernig barni reiðir af í lífinu ræðst að miklu leyti af tengslamyndun þess við móður. Afleiðingar óöruggrar tengslamyndunar geta verið afdrifaríkar fyrir barnið þar sem það kemur niður á félagshæfni, tilfinningaþroska, hegðun og aðlögunarhæfni. Börn sem búa við óörugg tengslamynstur í frumbernsku eru líklegri til að þróa með sér þunglyndi seinna meir og standa sig verr í námi.
    Ungar mæður eru almennt verr undir það búnar að fást við foreldrahlutverkið þar sem þær eru ekki komnar með fullan þroska og það getur truflað getu þeirra til að tileinka sér móðurhlutverkið. Aðstæður þeirra, sérstaklega hvað varðar félagslega þætti, gera það að verkum að þær eru í áhættuhópi er kemur að tengslamyndun og líklegri til að mynda óörugg eða ruglingsleg tengsl við börn sín en mæður sem tilheyra ekki áhættuhóp. Oft eru þær sjálfar dætur ungra mæðra og með sögu um erfiðar félagslegar aðstæður og óörugga tengslamyndun úr æsku.
    Foreldrar eru mikilvægustu aðilarnir í lífi barnsins. Þess vegna er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar leggi mikla áherslu á að fræða, styðja við og efla innri styrkleika þeirra foreldra sem glíma við erfiðleika sem mögulega geta haft áhrif á tengslamyndun þeirra við barnið. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar leggi áherslu á forvarnir sem miða að því að efla geðheilsu barna og skapa þeim betri forsendur og tækifæri sem veganesti út í lífið, ekki síst til að rjúfa þann vítahring sem er til staðar víðs vegar í samfélaginu.
    Lykilorð: unglingsmæður,ungar mæður, tengslamyndun, samband móður og barns

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LengiByrAdFyrstuGerd.pdf520.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna