is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18495

Titill: 
 • Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga: Áhrif á umönnun við lok lífs
 • Titill er á ensku Care Pathway for the Dying Patient: The Influence on End of Life Care
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Liverpool Care Pathway (LCP) er meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga. Það var upphaflega sett fram með það að leiðarljósi að færa lífslokameðferð sem veitt er á líknardeildum inn á aðrar stofnanir þar sem andlát eiga sér stað. Notkun ferlisins krefst faglegrar þekkingar starfsfólks og er byggð á gagnreyndri þekkingu. Ferlið hefur verið notað á Landspítalanum síðan 2008.
  Tilgangur verkefnisins var að skoða hvaða áhrif LCP ferlið hefur á umönnun við andlát og hver reynsla starfsfólks er af notkun ferlisins. Leitað var eftir heimildum í rafrænum gagnagrunnum og fengnar voru heimildir hjá leiðbeinanda. Niðurstöðurnar voru þær að almennt urðu gæði hjúkrunar meiri og óviðeigandi inngripum var oftar hætt þegar LCP var notað. Helstu áhrif ferlisins voru þau að aðstandendur upplifðu betri einkennastjórnun hjá sjúklingum. Við notkun LCP fannst starfsfólki sjálfstraust sitt aukast og lífslaokameðferð verða samfelldari. Yfirsýn þess og stjórn á einkennum við lífslok varð meiri og lyfjafyrirmæli sem fylgja ferlinu buðu upp á betri og skjótari einkennastjórnun að mati starfsfólks. Trúarlegum og andlegum þörfum sjúklinganna var betur mætt að mati aðstandenda. Einnig fannst aðstandendum þeir fá að taka meiri þátt í ákvarðanatöku um meðferð sjúklings. Bæði starfsfólki og aðstandendum fannst samskipti sín á milli verða betri við notkun LCP.
  Álykta má að LCP hafi jákvæð áhrif á einkennastjórnun og að starfsfólk finnist það veita áhrifameiri lífslokameðferð. Ferlið virðist líka gagnast vel á þeim stofnunum þar sem andlát eru fátíð. Ferlið virðist hafa jákvæð áhrif á samskipti við aðstandendur deyjandi sjúklinga.
  Lykilorð: Liverpool Care Pathway, lífslokameðferð, líknarmeðferð, hjúkrun.

Samþykkt: 
 • 28.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs Anita og Rakel.pdf476.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna