is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/185

Titill: 
  • Spilin lögð á borðið : reynsla sjúklings og hjúkrunarfræðings af því að vinna með sjálfsmatsblöð á endurhæfingardeild Kristness á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknin: Á Endurhæfingardeildinni á Kristnesi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) hafa sjúklingar skráð og metið eigið heilsufar og rætt það síðan við hjúkrunarfræðing. Sjálfsmatsblöðin byggja m.a. á hugmyndafræði um gagnvirk samskipti, sameiginlegri ákvarðanatöku, eflingu sjúklinga og þess að byggja hjúkrun á þeirri merkingu sem sjúklingar leggja í aðstæður sínar.
    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar, sem var fyrirbærafræðileg tilfellalýsing, var að kanna reynslu sjúklings og hjúkrunarfræðings af ofangreindu vinnulagi annars vegar og reynslu þeirra af endurhæfingunni hins vegar.
    Rannsóknarspurningar: Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar:
    1. Hver er reynsla sjúklings og hjúkrunarfræðings á Endurhæfingardeild FSA, af því vinnulagi að sjúklingar skrái og meti eigið heilsufar, styrkleika og væntingar á sjálfsmatsblöð og ræði matið síðan við hjúkrunarfræðing í endurhæfingarferlinu ?
    2. Hver er reynsla sjúklings og hjúkrunarfræðings af endurhæfingunni á Endurhæfingardeild FSA ?
    Aðferð: Notuð var aðferðafræðileg rannsóknaraðferð samkvæmt Vancouver – skólanum í fyrirbærafræði og var rannsóknin unnin sem tilfellalýsing. Tekin voru tvö viðtöl við bæði hjúkrunarfræðinginn og sjúklinginn sem síðan voru greind niður í þemu. Einnig var rætt við hjúkrunarfræðing sem hefur unnið við þróun sjálfsmatsblaðanna á Endurhæfingardeildinni.
    Niðurstöður: Fyrra aðalþemað er lýsti reynslunni af sjálfsmatsblöðunum var: Eflandi að leggja spilin á borðið. Meginþemu þessa þema voru: Valkostir gefnir, betri tengsl og andleg líðan, mikilvægi þess að upplifa, skilja og vera metin að verðleikum, vísir að sameiginlegri ákvörðunartöku en virk þátttaka sjúklinga ekki næg, betra upplýsingaflæði og árangur sýnilegur svart á hvítu. Seinna aðalþemað er lýsti reynslunni af endurhæfingunni var: Efling og betri líðan. Meginþemun þessa þema voru: Jákvæð áhrif teymisvinnu, kímni og fordómaleysi.
    Ályktanir: Reynslan af sjálfsmatsblöðunum og endurhæfingunni er góð en það mætti gefa sjúklingum kost á að segja betur frá reynslu sinni af veikindum svo þeir sjálfir séu frásagnarmenn lífs síns. Einnig þyrfti að útskýra hugmyndafræði sjálfsmatsblaðanna betur svo sjúklingum upplifi sameiginlega ákvörðunartöku og virka þátttöku meðan á innlögninni stendur.
    Lykilhugtök:Endurhæfing, gagnvirk samskipti sameiginleg ákvörðunartaka, efling, virk þátttaka.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
spilin.pdf612.76 kBTakmarkaðurSpilin lögð á borðið - heildPDF
spilin_e.pdf117.46 kBOpinnSpilin lögð á borðið - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
spilin_h.pdf122.7 kBOpinnSpilin lögð á borðið - heimildaskráPDFSkoða/Opna
spilin_u.pdf119.88 kBOpinnSpilin lögð á borðið - útdrátturPDFSkoða/Opna