Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18502
Markmið þessa verkefnis er að meta væntanlegan heildarkostnað sem tryggingafélagið VÍS þarf að greiða í bætur vegna tjóna af völdum vinds á höfuðborgarsvæðinu.
Til lausnar verkefnisins voru smíðuð fjögur meginlíkön: Þröskuldslíkan fyrir vindhraða, lógistískt líkan fyrir fjölda tjónadaga, neikvætt tvíkostalíkan fyrir fjölda einstakra tjónakrafna og log-t líkan fyrir stærð tjónakrafna í íslenskum krónum.
Helstu niðurstöður gefa til kynna að líkön fyrir vindhraða, fjölda einstakra tjónakrafna og stærð tjónakrafna skila öll niðurstöðum sem svipar mjög til raungagna. Þó svo lógistískt líkan fyrir fjölda tjónadaga hafi fallið vel að raungögnum við há vindhraðagildi, eru niðurstöður töluvert lakari þegar litið er á lægri vindhraðagildi. Við áframhald þessa verkefnis þarf að smíða betra líkan fyrir tjónadaga, þar sem sérstök áhersla er lögð á betra mat tjónadaga við lægri vindhraðagildi.
The aim of this thesis is to estimate the total claim size the insurance company VÍS needs to pay out due to wind related damages in the Reykjavík area in Iceland.
To this end, four different primary models were built: A peaks over threshold model for wind speed, a logistic model to measure the chance of at least one insurance claim per day, a negative binomial model for the number of individual claims, and a log-t model for individual claim sizes.
The main results indicate a good fit for wind speed, number of individual claims and claim size. The logistic model for number of days with recorded wind damage gives a good fit at high wind speeds, but a much less reliable fit at lower wind speeds. In any continuation of the work undertaken in this thesis, one would assume one of the highest priorities would be a better model for the number of days with recorded wind damage at lower wind speeds.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hjortur_Thor_Dadason_Lokaritgerd.pdf | 1.81 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |