Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18504
Í þessari ritgerð er fjallað um form líkamsræktar sem nefnt er fitness með sérstakri áhersla á upplifun stúlkna sem stundað hafa íþróttina og keppt í henni. Fyrst verður farið yfir þær rannsóknaraðferðir sem beitt er í ritgerðinni og þau hugtök sem notuð eru til þess að skoða þennan þjóðfélagshóp. Í öðrum kafla eru viðmælendur kynntir og farið yfir sögu fitness bæði hér á landi og í Bandaríkjunum þaðan sem sportið á rætur sínar. Þriðji og fjórði kafli eru að miklu leyti byggðir upp á því sem fram kom í viðtölunum við keppendur í fitness. Varpað er ljósi á hvernig tímabilið fyrir mót fer fram hjá keppendum og eins er fjallað um keppnisdaginn sjálfan og hvað tekur við eftir mót.
Það helsta sem rannsóknin leiddi í ljós var að keppendur líta á fitness sem lífsstíl. Mikilvægt þykir að tileinka sér lífshætti sem tíðkast innan þessa hóps til undirbúnings fyrir keppni og ekki á að líta á þetta sem skammtíma reddingu á einhverju sem annars tæki um ár eða meira að laga. Hefðir og siðir sem tíðkast innan fitness eru oft umdeildir en keppendurnir reyna að láta þau orð sem vind um eyru þjóta.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð.pdf | 1,68 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |