is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18505

Titill: 
  • Auður í höndum krabbameinssjúkra. Máttur snertingar: Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku The treasure embedded in the hands of cancer patients´ loved ones. Power of touch: Systematic review
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Krabbameinsmeðferð getur reynst aðstandendum erfið sem og krabbameinssjúklingnum. Rannsóknir hafa sýnt að aðstandendum sem veitt er tækifæri til þess að taka virkan þátt í meðferð ástvina sinna eru ánægðari og öruggari í meðferðarferlinu en þeir væru annars. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða hvort nudd sem viðbótarmeðferð geti haft jákvæð áhrif á líkamlega og sálfélagslega líðan krabbameinssjúklinga og hvort hægt sé að kenna aðstandendum að veita nudd til að hafa áhrif á líðan sinna nánustu.
    Gerð var fræðileg úttekt á rannsóknum sem skoðuðu nudd sem viðbótarmeðferð hjá krabbameins sjúklingum og veitt er af aðstandendum.
    Leitað var í gagnagrunnum tíu ár aftur í tímann að rannsóknum sem gerðar hafa verið á nuddi sem veitt er af aðstandandendum til krabbameinssjúkra ástvina.
    Helstu niðurstöður rannsókna sýna að krabbameinssjúkir einstaklingar eru að nota gagnreyndar viðbótameðferðir í auknum mæli. Þær sýna einnig að létt snerting og nudd geta dregið úr neikvæðum líkamlegum og sálfélagslegum einkennum aukaverkana og stuðlað að bættum lífsgæðum krabbameinssjúklinga. Samkvæmt þessum rannsóknum vara áhrif slíkra meðferða í takmarkaðan tíma og er því mælt með að nudd sé notað reglulega svo samfella náist og full meðferðarvirkni. Einnig kom fram að aðstandendur upplifa sig öruggari í umönnunarhlutverkinu og þeim finnist þeir hafa meiri og sterkari tengsl við sína nánustu ef þeir fá að taka þátt í meðferð, eins og t.d. með að veita nudd. Tengslin á milli sjúklings og aðstandanda geta orðið meiri og dýpri á meðan meðferð stendur. Aðstandandinn upplifði sig öruggari í umönnunarhlutverkinu og var ekki lengur áhorfandi.
    Álykta má af niðurstöðunum að nudd sem veitt er af aðstandanda sem viðbótarmeðferð samfara hefðbundinni læknisfræðilegri meðferð geti verið áhrifarík leið til að draga úr einkennum aukaverkana hjá krabbameinssjúklingi og stuðlað að bættum lífsgæðum beggja aðila.

  • Útdráttur er á ensku

    Cancer treatment can prove strenuous on families as for the cancer patient. Research shows that caregivers who are given opportunity to take an active role in a treatment of a loved one are happier and more confident during treatment process. The purpose of this systematic review is to examine whether massage as a complimentary therapy can have a positive effect on the physical and psychosocial condition of cancer patients and if it is possible to teach caregivers to give massage to influence their loved ones´ condition. A systematic review was done on research that examined massage as a complimentary therapy for cancer patients administered by caregivers. A database search spanning the last ten years was performed for research done on massage provided to cancer patients by caregivers. The main results show that cancer patients are increasingly using evidence-based complementary therapies. They also show that light touch and massage can decrease negative physical and psychosocial symptoms and increase quality of life for cancer patients. According to these research, the effects of such treatments last for a limited time and it is recommended that massage be used regularly so that continuity and full treatment efficiency is achieved. It was also noted that caregivers experience themselves more secure in their role and feel they have greater and stronger bonds with their loved one if they can take part in a treatment such as giving massage. The bond between patient and caregiver can become greater and deeper during treatment. The caregiver experienced himself more self-assured and was no longer an onlooker.
    It may be concluded from these findings that massage administered by a caregiver as a complimentary treatment alongside a standard medical treatment can be an effective way to decrease symptoms of side effects of the cancer patient and contribute to a better quality of life for both parties.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einar og Ellen.pdf419.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna