Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18510
Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman frammistöðu leshamlaðra og einstaklinga með eðlilega lestrarhæfni á lestrarverkefni og sjónskynjunarprófum. Ákveðið var að kanna tengsl lesturs og form- og hlutaskynjunar þar sem letur getur talist form og hlutur í sjónsviði. Þetta var sérstaklega gert með tilliti til sundurgreiningar hluta út frá smærri einingum þeirra. Þátttakendur voru 16 talsins, þar af 11 með eðlilega lestrarhæfni og fimm leshamlaðir. Meðalaldur þátttakenda í báðum hópum var tæp 26 ár. Menntunarstig þátttakenda var allt frá loknu grunnskólaprófi yfir í háskólanám á framhaldsstigi. Algengast var að þátttakendur hefðu lokið stúdentsprófi eða væru í grunnnámi við háskóla. Rannsóknin samanstóð af tveimur andlitsskynjunarprófum (CFT og CFMT), einu hlutaskynjunarprófi (VET) og lestrarverkefni. Ekki var unnið úr gögnum úr CFT í þessari ritgerð. Niðurstöður leiddu í ljós að marktækur munur var á frammistöðu hópanna í lestrarverkefninu. Frammistaða leshamlaðra var slakari eins og við var að búast. Munur á frammistöðu hópanna tveggja á skynjunarprófunum tveimur var ómarktækur og því mögulega tilviljunarkenndur. Afköst rannsóknarinnar voru fremur lítil, meðal annars vegna þess hve fáir tóku þátt. Spurningunni um hvort að tengsl séu á milli lesturs og hlutaskynjunar er því enn ósvarað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_Eysteinn_Ívarsson.pdf | 630.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |