en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18517

Title: 
  • Title is in Icelandic Viðhorf meðferðaraðila til orsaka sjálfsskaðandi hegðunar hjá ungmennum
  • Therapists’ view on the causes of self-injury among young people
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Sjálfsskaði er yfirheiti yfir skaða sem manneskjan veldur sér vísvitandi með það markmið að meiða sjálfan sig og vekja upp sterkar tilfinningar, hjá sér og/eða öðrum. Hann hefur þann tilgang að vera bjargráð einstaklinga til að standast sjálfsvígshugsanir, halda í lífið og fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Sjálfsskaði er alþjóðlegt vandamál og tíðni þess er há víðast hvar í heiminum en erfitt er að gera sér fyllilega grein fyrir stærð vandamálsins sökum þess að sjálfsskaði er í eðli sínu dulið vandamál.
    Verkefni þetta er fræðileg úttekt og eigindleg rannsókn þar sem leitast er við að fá svör við þeirri spurningu hvort viðhorf meðferðaraðila til orsaka sjálfsskaða séu þau sömu og viðhorf ungmenna sem skaða sig. Tekin voru sex viðtöl við hjúkrunarfræðinga sem allir höfðu reynslu af því að veita meðferð við sjálfsskaða. Rannsóknaráhugi á efninu er að aukast en fáar rannsóknir eru til um efnið á Íslandi og eftir bestu vitund höfunda hefur þetta sjónarhorn ekki verið skoðað áður hérlendis.
    Helstu niðurstöður rannsóknar okkar eru þær að viðhorf meðferðaraðila og þeirra sem skaða sig eru að stærstum hluta þau sömu. Helstu viðhorf eru þau að sjálfsskaði er leið til að refsa sér, dreifa huganum eða losna við doða, þetta gefur af sér létti og útrás fyrir neikvæðum tilfinningum og innri vanlíðan. Sameiginleg viðhorf ungmenna sem skaða sig og meðferðaraðila ættu því að hafa jákvæð áhrif á meðferð og meðferðarhorfur.
    Lykilorð: sjálfsskaðandi hegðun, ungmenni, viðhorf meðferðaraðila og hjúkrunarfræði.

Accepted: 
  • May 28, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18517


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Viðhorf meðferðaraðila til orsaka sjálfsskaðandi hegðunar hjá ungmennum.pdf436.64 kBOpenHeildartextiPDFView/Open