is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18520

Titill: 
 • Mat barna með kuðungsígræðslu á eigin lífsgæðum: Tengsl lífsgæða við talskynjun og skiljanleika í tali
 • Titill er á ensku Quality of Life for Children with Cochlear Implants: Self-reported quality of life and its interrelation with speech perception and speech intelligibility
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig börn með kuðungsígræðslu meta eigin lífsgæði. Þá voru þættir eins og talskynjun (e. speech perception), skiljanleiki í tali (e. intelligibility of speech), viðhorf foreldra til kuðungsígræðslunnar og hversu snemma börnin fengu ígræðsluna einnig skoðaðir. Í framhaldi af því var athugað hvort einhver tengsl væru á milli þessara þátta og þess hvernig börn með kuðungsígræðslu meta eigin lífsgæði.
  Lífsgæðaspurningalisti var lagður fyrir börn með kuðungsígræðslu á aldursbilinu 5-14 ára. Þá var sérstaklega útfært próf lagt fyrir þátttakendur til að að meta talskynjun þeirra og tvö próf til þess að meta skiljanleika í tali, annars vegar próf þar sem fjölskyldumeðlimir þátttakenda mátu hversu skiljanlegir þeir væru og hins vegar Málhljóðapróf ÞM. Foreldar þátttakenda voru einnig beðnir um að svara spurningalista um viðhorf sitt til kuðungsígræðslunnar og spurningum um bakgrunn barna sinna.
  Niðurstöðurnar benda til þess að börn með kuðungsígræðslu séu almennt ánægð með eigin lífsgæði. Þeir þátttakendur sem mátu lífsgæði sín góð töldu vandamál tengd ígræðslunni vera lítilsháttar. Jákvæðustu þátttakendurnir tóku fram að kuðungsígræðslan hjálpaði þeim að heyra og studdi þá félagslega, til dæmis í að eignast nýja vini. Geta þátttakenda í talskynjun og hversu skiljanlegir þeir voru í tali tengdist ekki endilega því hversu ánægðir þeir voru með eigin lífsgæði. Yngri börnin voru almennt ánægð með kuðungsígræðsluna þrátt fyrir að þau væru ekki búin að ná jafn góðum tökum á talskynjun eða skiljanleika í tali og heyrandi jafnaldrar þeirra. Viðhorf foreldra barnanna til ígræðslunnar voru í samræmi við hvernig börnin mátu eigin lífsgæði. Engin marktæk tengsl fundust á milli þess hversu ánægð börnin voru með kuðungsígræðsluna og þess hversu snemma þau fóru í aðgerðina. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta sem svo að lífsgæði barna með kuðungsígræðslu séu almennt góð þó að sum þeirra standi ekki jafnfætis heyrandi jafnöldrum sínum hvað varðar talskynjun og skiljanleika í tali.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to examine how children with cochlear implants perceive their quality of life. Other factors investigated were speech perception, speech intelligibility, parental views on cochlear implants and how early the children received their implants and whether these were associated with childrens´ quality of life self-evaluations.
  The Quality of Life Questionnaire was administered to assenting participant children with cochlear implants from ranging from five to fourteen years of age. Additionally, a specially-designed test was used to assess participants‘ speech perception. Two tests were employed to evaluate their intelligibility of speech. The first of which, a family member assessed how comprehensible the participant was. The second of which was a speech sound test (Málhljóðapróf ÞM). The participants‘ parents answered questionnaires regarding the childrens‘ background and their own views towards cochlear implants.
  Results from this study indicate that overall the children with cochlear implants were satisfied with their quality of life. The participants who assessed their quality of life to be good also regarded problems with cochlear implants to be minimal. The participants with the most positive attitudes towards cochlear implants alluded to the implants helping them hear in myriad social situations, e.g. while making new friends. The participants‘ results on the speech perception and speech intelligibility tests did not significantly correlate relate to how satisfied they were with their quality of life questionnaire scores. Results suggest younger children were generally satisfied with their cochlear implants even though they did not have the same level of speech perception and intelligibility of speech as their peers. Parental views on cochlear implants were consistent with how the children evaluated their own quality of life. There was no significant correlation between how satisfied the children with cochlear implants were with their perceived quality of life and at what age they had cochlear implant surgery.
  Results suggest that the quality of life ratings of children with cochlear implants was generally positive despite some participants having lower speech perception and intelligibility of speech scores as their hearing peers.

Samþykkt: 
 • 30.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eva Engilráð MS ritgerð.pdf1.48 MBLokaður til...01.01.2064HeildartextiPDF