is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18523

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns (Direct Instruction) á færni níu ára stúlku með námsörðugleika í lestri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að athuga áhrif stýrðrar kennslu á frammistöðu nemanda með námsörðugleika í lestri. Stýrð kennsla byggir á lögmálum náms og er gott dæmi um hagnýtingu þeirra. Þátttakandi var níu ára stúlka með lestrarörðugleika og langt á eftir jafnöldrum sínum í lestri. Breytilegt viðmiðssnið var notað til að kanna áhrif stýrðrar kennslu á frammistöðu hennar í lestri. Gagnasöfnun stóð yfir í rúma fjóra mánuði. Alla jafna var kennt fjórum sinnum í viku 50-60 mínútur í senn eftir aðferðum stýrðrar kennslu. Kennsla fór oftast fram í skóla stúlkunnar í afmörkuðu rými. Staða stúlkunnar í lestri var metin með forprófun. Kennsla hófst á nefnun stafa, því næst hljóðun stafa, þá lestri tveggja stafa orða og að lokum lestri þriggja stafa orða. Samhliða kennslu var umbunakerfi notað sem byggði á táknstyrkjum. Áreiti voru allir bókstafir íslenska stafrófsins, 15 tveggja stafa orð og 28 þriggja stafa orð. Þau voru birt þátttakanda og hann ýmist beðinn um að nefna staf, hljóða staf eða lesa orð. Tafarlaust var hrósað fyrir rétt svör og röng svör leiðrétt. Í upphafi og lok hverrar kennslustundar var stöðupróf. Þá voru svör skráð á skráningarblöð og engin endurgjöf gefin. Frammistaða fylgdi ágætlega þeim viðmiðum sem sett voru og greinilegar framfarir komu í ljós. Í upphafi rannsóknar gat stúlkan ekki nefnt alla stafina en í lok hennar var hún farin að lesa þriggja stafa orð með góðum árangri. Niðurstöður benda því til þess að stýrð kennsla beri góðan árangur á skömmum tíma í íslenskum aðstæðum.

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns (Direct Instruction) á færni níu ára stúlku með námsörðugleika í lestri.pdf714.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna