en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18524

Title: 
 • Title is in Icelandic Næring og grátur síðfyrirbura. Samanburður við fyrirbura og fullburða börn
 • Feeding and crying behavior of late preterm infants: A comparison with preterm and full term infants
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Undanfarin ár hefur fyrirburum farið fjölgandi. Mest aukning hefur orðið í hópi síðfyrirbura (e. late preterm), en það eru þau börn sem fædd eru eftir 34 0/7 – 36 6/7 vikna meðgöngu.
  Það er þekkt að fyrirburar glíma við víðtæk vandamál og eiga erfiðar uppdráttar í upphafi lífs en fullburða börn. En sá hópur fyrirbura sem fæddur er hvað næst fullri meðgöngulengd hefur töluvert orðið útundan. Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að varpa ljósi á þau vandamál sem síðfyrirburar glíma við og sýna að hvaða leyti þeir eru frábrugðnir fyrirburum og fullburða börnum. Sérstaklega voru næring og gráthegðun síðfyrirbura skoðuð. Teknar voru saman niðurstöður 18 nýlegra rannsókna og í ljós kom að síðfyrirburar standa höllum fæti gagnvart fullburða börnum hvað varðar ýmis vandamál á nýburaskeiði. Upphaf brjóstagjafar meðal síðfyrirbura er líklegra til að tefjast í samanburði við fullburða börn. Þeir eru ólíklegri til að útskrifast á brjósti í samanburði við fullburða börn og jafnvel meiri fyrirbura. Viðvarandi næringarvandamál eru algengari meðal síðfyrirbura og þeir eiga meiri hættu á að vera undir meðalþyngdarkúrfu á fyrsta aldursárinu en bæði fullburða börn og meiri fyrirburar. Í ljós kom að mikill skortur er á rannsóknum á gráthegðun síðfyrirbura. Rannsóknir á gráthegðun fyrirbura sýndu að þeir gráta meira og áhrif grátsins eru einnig meiri samanborið við fullburða börn. Einnig sýndu rannsóknir að mikill grátur ungbarna geti tengst ýmisum vandamálum seinna meir hvað varðar vitsmuni, hegðun, svefn, næringu og fleira.
  Af þessu má draga þá ályktun að mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar hafi góða þekkingu á sérstöðu síðfyrirbura til að geta veitt þessum sértæka hópi bestu umönnun sem völ er á, svo draga megi úr þeim miklu kvillum sem hópurinn glímir við.
  Lykilorð: Síðfyrirburar, fyrirburar, næring, brjóstagjöf, grátur, regulatory problems.

 • In recent years the number of preterm infants has been increasing. Most of the increase is within the group of late preterm infants, that is infants born 34 0/7 – 36 6/7 weeks. It is well known that preterm infants struggle with extensive problems and face more difficulties in the beginning of life than full term infants. However, the group of preterm infants born closest to full gestational age has been overlooked. The purpose of this systematic review was to highlight the problems late preterm infants are faced with and to show to what extent they differ from preterm and full term infants. Particular attention was paid to feeding and crying behaviors of late preterm infants. Combined results of 18 recent studies revealed that late preterm infants have a disadvantage to full term infants in terms of problems postpartum. The initiation of breastfeeding among late preterm infants is likely to be subjected to delays compared to full term infants. They are less likely to be breastfed on discharge compared with full term infants and even more preterm infants too. Persistent nutritional problems are more common among late preterm infants and they are at a greater risk than both full term infants and more preterm infants for underweight status in the first year of life. There is a lack of research on crying behavior of late preterm infants. Research on preterm infants´ crying behavior shows that they cry more frequently and the crying has more adverse effect on them compared to full term infants. Research also reveals that excessive crying in infancy precedes multiple problems later in life regarding cognition, behavior, sleeping and feeding behavior and so on.
  With these results it can be concluded that it is important for nurses to have good knowledge of the uniqueness of late preterm infants to be able to provide this specific group the best care available, in order to reduce the extensive complications this group struggles with.
  Keywords: Late preterm, preterm, feeding, breastfeeding, crying, regulatory problems.

Accepted: 
 • May 30, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18524


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Næring og grátur síðfyrirbura Samanburður við fyrirbura og fullburða börn.pdf741.6 kBOpenHeildartextiPDFView/Open