is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18525

Titill: 
 • Forprófun prófþáttanna Botnun setninga og Túlkun setninga fyrir málþroskaprófið Málfærni eldri barna
 • Titill er á ensku Pre-testing the test components Sentence Completion and Interpretation of Sentences for the language development test Language Skills of Older Children
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Talmeinafræðingar sjá um að veita börnum með málþroskafrávik viðeigandi meðferð og þjónustu en til þess þurfa þeir góð greiningartæki svo hægt sé að meta hvort um málþroskafrávik sé að ræða og ef svo er hvar frávik barns í málþroska liggja. Þau málþroskapróf sem íslenskir talmeinafræðingar nota í dag til að meta málþroska barna á aldrinum 4-6 ára eru öll upprunnin erlendis. TOLD-2P er það próf sem aðallega hefur verið notað fyrir þennan aldurshóp en það er notað í þýddri, staðfærðri og staðlaðri útgáfu sem kom út árið 1995. Það hefur gert sitt gagn í fjölda ára en kominn er tími til að semja íslenskt próf frá grunni fyrir börn á aldrinum 4-6 ára sem byggir á þekkingu íslenskra barna.
  Rannsóknin sem þessi ritgerð fjallar um fólst í því að forprófa prófatriði í tveimur prófþáttum, Túlkun setninga og Botnun setninga, fyrir nýtt málþroskapróf sem verið er að semja fyrir 4-6 ára börn. Prófþættirnir voru lagðir fyrir 98 börn í níu leikskólum í Reykjavík á aldrinum 4-6 ára en þau skiptust á þrjú aldursbil, það er 4;0-4;3 ára, 4;10-5;1 ára og 5;8-5;11 ára. Meginmarkmið með rannsókninni var að athuga hvort prófatriði sem verið var að forprófa hentuðu til að meta málþroska 4-6 ára barna. Ásamt því að leggja prófþætti fyrir börn var spurningalisti sendur til foreldra þeirra þar sem meðal annars var spurt hversu oft lesið væri fyrir barnið í viku og hversu mikinn áhuga það hefði á að skoða bækur og hlusta á sögur.
  Prófþættirnir tveir meta báðir færni barna í setningafræði, málfræðiþekkingu og orðaforða þeirra. Prófþátturinn Túlkun setninga metur fyrst og fremst skilning barna á setningafræðilegum atriðum en í prófþættinum eru alls 38 atriði með myndum. Prófþátturinn Botnun setninga metur aðallega þekkingu barna á ýmsum málfræðiatriðum, til dæmis fleirtölu og þátíð, og ályktunarhæfni þeirra út frá hlustun. Botnun setninga skiptist í A og B hluta en myndir fylgja A hluta til stuðnings prófatriðunum en engar myndir eru í B hluta.
  Helstu niðurstöður voru þær að geta barna jókst með hækkandi aldri í öllum prófþáttum í heild en ekki í öllum prófatriðum. Töluvert af atriðum í báðum prófþáttum henta ekki til að meta málþroska 4-6 ára barna. Þau atriði voru ýmist með neikvæða fylgni og/eða of lága fylgni við prófþátt, voru of létt eða of þung, voru ekki aldursgreinandi og/eða sýndu ekki vaxandi getu með hækkandi aldri. Þrátt fyrir það þarf ekki í öllum tilfellum að taka þessi prófatriði úr prófþáttunum meðal annars vegna þess að innri áreiðanleiki prófþáttanna breytist ekki mikið við það að taka þau út. Í einhverjum atriðum þarf að endurskoða myndirnar sem fylgja þar sem þær geta haft áhrif á svör barna. Marktækur munur reyndist vera á heildargetu fjögurra og sex ára barna sem lesið er fyrir daglega og heildargetu jafnaldra þeirra sem lesið er fyrir tvisvar eða sjaldnar í viku, það er niðurstöðurnar benda til þess að því oftar sem lesið er fyrir fjögurra og sex ára börn í hverri viku þeim mun betur standa þau sig í prófþáttunum. Einnig kom í ljós marktækur munur á heildargetu þeirra fjögurra ára barna sem hafa mikinn áhuga á að skoða bækur og hlusta á sögur og heildargetu jafnaldra sem hafa stundum áhuga á að skoða bækur og hlusta á sögur, það er niðurstöðurnar benda til þess að þeim mun meiri áhuga sem fjögurra ára börn hafa á að hlusta á sögur og skoða bækur þeim mun betur standa þau sig í prófþáttunum.

 • Útdráttur er á ensku

  Speech-language pathologists provide intervention and therapy for children with language impairment. For the speech-language pathologists to be able to evaluate the severity of a child’s impairment they need valid and reliable assessment tools. The tests Icelandic speech-language pathologists use to evaluate language development of four to six year old children are all translated from English to Icelandic. The most frequently used test for this age is TOLD-2P, which was translated, localized and standardized for Icelandic speaking children in 1995. It has been beneficial for many years, however it is time to compose an all-Icelandic language development test based on Icelandic children’s knowledge.
  In the present research items of two test components, Sentence Completion and Interpretation of Sentences, were pre-tested for a new language development test for four to six year old children. The test items were pre-tested on 98 children in nine preschools in Reykjavík, ages four to six and divided into three age groups, 4;0-4;3 years old, 4;10-5;1 years old and 5;8-5;11 years old. The main purpose of the research was to determine whether the test items in the two test components are suitable for evaluating four to six year old children’s language development. In addition to the pre-testing, a questionnaire was sent to the children’s parents and they asked to answer a few questions including how many days a week someone at home reads for the child, how interested the child is in looking through books and listening to stories.
  Both test components evaluated children’s competence in syntax, their grammatical knowledge and vocabulary. The test component Sentence Completion primarily evaluated children’s understanding of syntax and it included 38 test items with pictures. The test component Interpretation of Sentences primarily evaluated children’s knowledge of certain grammatical elements, for example plural and past tense, and their ability to predict what word was missing from an unfinished sentence they heard. Sentence Completion was divided into A and B components where A component included pictures as a support for the test items but no pictures were included in the B component.
  The main results showed the children’s ability increased with increased age in both test components, but not in all test items. Based on the results several test items in both test components appeared not to be suitable to evaluate four to six year old children’s language development. Those items either had negative correlation and/or low correlation, were too easy or too difficult, did not distinguish between age groups and/or did not show increased knowledge with increased age. However, these items do not all have to be deleted because some of them will not change the internal reliability of the test components if they are deleted. For some items the pictures have to be reviewed because they could possibly have influenced children’s answers. There was a significant difference between the skills of four and six year old children who were read to daily and those who were read to twice or fewer times each week, indicating that reading many days a week had a positive effect on children’s skills on the test components. There was also a significant difference between the skills of four year old children who were very interested in looking through books and listening to stories and the skills of those who were sometimes interested in looking through books and listening to stories.

Samþykkt: 
 • 30.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18525


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MeistaraverkefniAudurHalls.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna