is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18526

Titill: 
  • Dauðatónar. Um þróun útfarartónlistar, breytt viðhorf og hlutverk popp-, rokk- og dægurtónlistar í útförum 21. aldarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um stöðu útfarartónlistar í nútímasamfélagi en tilgangur rannsóknarinnar fólst fyrst og fremst í því að öðlast vitneskju um mögulegar viðhorfsbreytingar gagnvart þeirri tónlist sem jafnan er talið eðlilegt að flytja við útför. Efnið hefur lítið sem ekkert verið rannsakað hér á landi þrátt fyrir að þessi siður sé mikilvægur í allri okkar menningu. Það er því von höfundar að til verði gögn sem gefi einhverja hugmynd um þá þróun sem orðið hefur.
    Ýmsar leiðir voru farnar til að afla heimilda en sú sem vegur hve þyngst er hin eigindlega viðtalsrannsókn. Fjögur svokölluð „djúpviðtöl“, ásamt einu styttra, voru tekin við aðila sem allir hafa reynslu af umhverfi og framkvæmd útfarartónlistar en einnig var stuðst við nokkur eldri viðtöl sem efnið varða. Að auki liggur töluvert vægi í megindlegum niðurstöðum spurningalista sem sendur var á hóp fólks en þar var m.a. spurt um reynslu, upplifun og ráðstafanir þeirra varðandi útfarartónlist. Áður en þær niðurstöður verða krufðar í ritgerðinni mun söguleg birtingarmynd útfarartónlistar verða skoðuð. Jafnframt verður efni rannsóknarinnar mátað við ýmis hugtök og kenningar fræðimanna á borð við Jón Hnefil Aðalsteinsson, Arnold van Gennep og Juha Pentikäinen.
    Ritgerðin skiptist að öðru leyti í fjóra meginkafla. Sá fyrsti útskýrir þá aðferðafræði sem notast var við, rannsóknarsaga efnsins verður þar gaumgæfð og viðmælendur kynntir. Annar kafli býður upp á sögulegt yfirlit útfarartónlistar en einnig verður litið á þær kenningar sem minnst var á hér að ofan. Í þriðja kafla verða greind þau eigindlegu viðtöl sem tekin voru varðandi upplifun viðmælenda á umræddri þróun. Í fjórða kafla er að lokum birt tölfræðin sem fékkst með hinni megindlegu könnun en einnig ítarlegri túlkanir svarenda á nokkrum spurninganna. Í kaflanum verður að auki rýnt í viðhorf presta innan þjóðkirkjunnar um hvar draga eigi mörkin þegar kemur að tónlistarflutningi í útförum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að töluverð viðhorfsbreyting hafi átt sér stað gagnvart útfarartónlist á undanförnum árum. Auknar kröfur almennings um persónumiðaðri útfarir, þ.m.t. tónlist, verða sífellt háværari og nú er svo komið að þungarokk er jafnvel farið að hljóma í hefðbundnum kirkjuútförum. Þessi samruni eldri og nýrri hefða virðist þó ganga nokkuð vel fyrir sig en hann verður skoðaður frá ýmsum sjónarhornum hér í Dauðatónum.

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dauðatónar - Um þróun útfarartónlistar, breytt viðhorf og hlutverk popp-, rokk- og dægurtónlistar í útförum 21. aldarinnar Lokaútgáfa fyrir Skemmuna.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna