is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18527

Titill: 
 • Forprófun á fjórum prófþáttum málþroskaprófs fyrir 4-6 ára gömul börn. Framburður fjölatkvæða orða, endurtekning orðleysa, endurtekning
  setninga og hljóðkerfisvitund
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Undanfarin ár hafa íslenskir talmeinafræðingar aðeins haft aðgang að einu málþroskaprófi sem metur bæði málskilning og máltjáningu og hefur viðmið fyrir fjögurra til níu ára gömul börn. Um er að ræða TOLD-2P (e. Test of Language Development) sem er bandarískt próf frá árinu 1977. Prófið hefur verið þýtt og staðfært úr ensku og var það síðan staðlað að íslenskumælandi börnum á árunum 1988-1995. Nú þegar liðnir eru tæpir tveir áratugir síðan TOLD-2P prófið var tekið í notkun á Íslandi og um fjórir áratugir síðan það var upphaflega gefið út á frummálinu má segja að tími sé kominn á endurnýjun. Þegar svo langt er liðið frá skilgreiningu á þýðinu sem liggur undir normaltölum prófs er skilgreiningin orðin ónákvæm. Þýðið breytist og prófatriðin úreldast í samræmi við þá breytingu. Auk þess færist færni til milli kynslóða og því er mikilvægt að endurnýjun prófa haldist í hendur við þessar breytingar. Af þeim sökum hefur verið ráðist í það verkefni að semja frá grunni séríslenskt málþroskapróf fyrir börn á aldrinum fjögurra til sex ára sem byggir á rannsóknum á íslenskumælandi börnum. Prófinu er ætlað að leggja mat á málskilning og máltjáningu 4;0-5;11 ára barna sem grunur leikur á um að séu með frávik í málþroska. Í svo umfangsmiklu verkefni er mikilvægt að forprófa prófatriði áður en til stöðlunar kemur. Markmið þessarar rannsóknar er forprófun nýs málþroskaprófs.
  Forprófunin náði til fjögurra prófþátta nýja málþroskaprófsins og voru þeir: Hljóðkerfisvitund (atkvæðaklapp), Framburður fjölatkvæða orða, Endurtekning setninga og Endurtekning orðleysa. Í forprófuninni voru prófþættirnir fjórir lagðir fyrir 100 börn í leikskólum Reykjavíkur. Þátttökuskilyrði voru eintyngi, dæmigerður málþroski sem og almennur þroski, auk þess sem þátttakendur þurftu að vera með eðlileg heyrn. Reiknuð voru meðaltöl prófþáttanna fjögurra sem og meðaltöl prófatriðanna innan hvers prófþáttar. Þá var fylgni prófþáttanna allra reiknuð út. Áreiðanleikastuðlar voru skoðaðir, bæði heildaráreiðanleiki hvers prófþáttar sem og heildaráreiðanleiki prófþáttar þegar prófatriði var sleppt af ákveðnum ástæðum. Þá voru meðaltöl skoðuð eftir aldri og kyni þátttakenda. Marktækur kynjamunur reyndist vera á heildarmeðalskori meðal 5;8-5;11 ára barna. Drengir voru með hærra meðalheildarskor en stúlkur í þeim aldursflokki, engu að síður var munurinn lítill. Skoðuð var fylgni milli lestarerfiðleika í fjölskyldu próftaka og heildarskors þeirra á prófþáttunum fjórum. Engin marktæk tengsl fundust. Komið var með tillögur að því hvaða prófatriðum mætti eyða út úr prófinu í þeim tilfellum þar sem þau stóðust ekki próffræðilegar kröfur sem gerðar voru til prófatriða á málþroskaprófum. Reiknuð voru ný meðaltöl og staðalfrávik fyrir hvern prófþátt eftir að tillöguatriðunum hafði verið eytt út. Þar að auki voru reiknaðir nýir áreiðanleikastuðlar fyrir hvern prófþátt sem og nýr heildaráreiðanleiki prófþáttanna allra. Þá var prófatriðum raðað upp á nýtt eftir þyngd miðað við niðurstöður forprófunarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, Icelandic speech and language therapists have only had access to one language development test that estimates both language comprehension and expression designed for four to nine year old children. The test is TOLD-2P (Test of Language Development), an American test from 1977. The test has been translated and adapted from English, and was normalized to a group of native Icelandic children between 1988-1995. As there are almost two decades since TOLD-2P was implemented in Iceland and around four decades since it was originally published, it is time for an update. When such a long time has passes the population that is required for normal test statistics changes areand and the definition of the population becomes inaccurate. Population changes and the test items become obsolete. In addition, as skills move between generations, it is important to renew tests in accordance with these changes. Therefore, a great need is for a new langugage assessment test that is based on studies of language development of Icelandic-speaking children. The purpose of this study is to undertake such a task and create a pilot for four subtests to test language comprehension and expression for children at the age of 4;0-5;11.
  The pilot study covers four test components of the new language development test: Phonological awareness (syllables counting), Pronunciation of multisyllabic words, Sentence repetition and Nonword repetition. The four subtests were administered to 100 children in several preschools in Reykjavík. Criteria for participation were that the children had to be monolinguals, have typical language development and general development as well as normal hearing. Averages of the four test components were calculated, as were the averages of the test items within each test component. Correlation tests of all components were also calculated. Reliability coefficients were examined, both overall reliability of each test component and overall reliability of the test component, where some items were left out for certain reasons. The averages were broken down by age and sex of the participants and significant gender differences were found in overall average scores among children aged 5;8-5;11. Boys demonstrated higher average total score than girls in that age group, nevertheless, the difference was small. Correlation between reading difficulties in the family of the participants and their total score of the four test components were examined. No statistical relations were found. Suggestions are provided regarding what test items should be deleted from the test, since they don’t meet the necessary psychometric requirements of test items in language development tests. New averages and standard deviations were calculated for each test component after the suggested items along with the new reliability factor were deleted. Finally test items were rearranged in terms of item difficulty according to the results of the pilot study.

Samþykkt: 
 • 30.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni SA skemma.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna