is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18529

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á tvo drengi með lestrarörðugleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var markmiðið að kanna hvort kennsluaðferðin Direct Instruction, sem kallast stýrð kennsla á íslensku, virki fyrir grunnskólanema með lestrarörðugleika. Tveir drengir, annar í 3. bekk í grunnskóla og hinn í 8. bekk fengu lestrarkennslu með aðferðum stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar (e. fluency training). Báðir þátttakendur voru langt á eftir sínum samnemendum í lestrarfærni. Markmið þjálfunar var að auka lestrarhraða og draga úr villum í lestri. Notast var við breytilegt viðmiðssnið þar sem gerðar voru grunnskeiðsmælingar og inngripsmælingar til að meta áhrif kennslunnar. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að eftir að þjálfun hófst með þessum tveimur aðferðum fækkaði villum hjá þátttakendum og lestrarfærni jókst til muna. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni meistaranema við sálfræðideild Háskóla Íslands.

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á tvo drengi með lestrarörðugleika.pdf360.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna