is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18530

Titill: 
 • Samningsskilmálar FIDIC: Samanburður við ÍST 30/35 og notkunarmöguleikar á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • FIDIC (Fédération Internationale Des Ingénieurs-Conseils), eða The International Federation of Consulting Engineers eru alþjóðasamtök ráðgjafaverkfræðinga og gefa þau út alþjóðlega samnings¬skilmála fyrir verklegar framkvæmdir. Rannsóknin sem hér um ræðir snýr að notkunarmöguleikum FIDIC samningsskilmálanna á Íslandi, bæði hvað varðar verksamninga og ráðgjafasamninga. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er fjallað almennt um verksamninga við framkvæmdir. Farið er yfir ferlið frá því að hugmynd kviknar hjá verkkaupa að verkframkvæmd og þar til kominn er á verksamningur við ráðgjafa og verktaka. Í kjölfarið á þeirri umfjöllun er svo ítarlega farið yfir helstu skilmála FIDIC samningsforma. Fjallað er um lykilþætti samningsskilmálanna ásamt almennri umfjöllun um bækurnar í regnbogalínunni. Regnbogalínan samanstendur af átta bókum sem taka á öllum helstu gerðum framkvæmda að mati FIDIC. Í fjórða kafla eru svo FIDIC skilmálarnir bornir saman við íslensku samningsskilmálana ÍST 30 og ÍST 35. Síðustu tveir kaflar ritgerðarinnar fyrir niðurstöðukaflann eru rannsóknarkaflar, byggðir á viðtölum við einstaklinga og skoðanakönnun sem send var út til fyrirtækja á íslenska framkvæmdamarkaðnum. Markmiðið með viðtölunum og skoðanakönnuninni var að meta reynslu innlendra aðila af FIDIC skilmálunum og kanna afstöðu aðila til þeirra sem og íslensku skilmálanna. Skoðanakönnunin var send á fimmtán fyrirtæki innan þriggja hópa þ.e. ráðgjafa, verkkaupa og verktaka. Í niðurstöðum eru svör þessara þriggja hópa borin saman.
  Niðurstöðurnar gefa sterklega til kynna mikla notkunarmöguleika á FIDIC á Íslandi. Til þessa hefur FIDIC verið notað af íslenskum verkkaupum í alþjóðlegum útboðum og mun slíkum verkum líklega fjölga með tímanum. Framkvæmd Búðarhálsvirkjunar sýnir að íslenskir verktakar eru samkeppnishæfir gagnvart erlendum verktökum þegar boðið er í FIDIC verk og að þeir líta ekki á þau samningsform sem hindrun. Þó virðist sem kunnugleiki íslensku samningsskilmálanna geri það að verkum að þeir muni halda velli í útboðum á innlendum markaði. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir engu að síður til þess að notkunarmöguleikar FIDIC eru töluverðir hér á landi og virðast þeir í samanburði við íslensku skilmálana vera mun ítarlegri en íslensku skilmálarnir, enda töluvert meiri vinna lögð í ritun þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  FIDIC (Fédération Internationale Des Ingénieurs-Conseils), or The International Federation of Consulting Engineers is an international organisation of consulting engineers best known for their standardised conditions of contract for the construction industry on a global scale. The study here presented involves the usability of the FIDIC conditions of contract on the Icelandic market, both for construction and consultancy contracts. The first section of the report sets forth a general discussion and review of construction contracts. The process from project inception originating with the owner until a contract has been signed is reviewed. Following this discussion a detailed review of the main FIDIC contract conditions is presented, including a presentation of the key components of the conditions and a general description of the books in the FIDIC rainbow series. The FIDIC rainbow series comprises eight books of contract conditions that FIDIC considers to cover most types of construction contracts. Section four of this report sets forth a comparison between the FIDIC contract conditions and the Icelandic conditions of contract contained in Ice-landic standards IST 30 for construction and IST 35 for consultancy. The final two sections of the report constitute a study conducted through interviews with Icelandic construction and engineering professionals and survey of companies on the Icelandic construction market. The objective of the study was to get an overview of local experience with regards to the FIDIC conditions of contract and obtain their view of the respective Icelandic standards, IST 30 and IST 35. The survey was sent out to fifteen companies within three different groups, i.e. engineering consultants, owners and contractors. A comparison between their responses is provided.
  The results strongly indicate that the FIDIC conditions of contract could be widely used on the Icelandic construction market. To date the FIDIC conditions have been used by owners for projects involving international tendering and it is expected that such projects will increase in number in future. The Búðarháls Hydroelectric Plant which was contracted using the FIDIC conditions shows that Icelandic contractors are competitive against foreign contractors when bidding for FIDIC projects and that they do not consider these conditions a barrier for involvement. However, the familiarity of both owners and contractors with the Icelandic conditions is considered to be a decisive factor regarding their continued use for local construction projects. The results of the study suggest that there is ample opportunity for increased utilisation of the FIDIC conditions of contract within the Icelandic construction market. The study also indicates that that the FIDIC conditions are more detailed and exhaustive that their Icelandic counterparts, which is in line with the level of effort involved in their compilation.

Samþykkt: 
 • 30.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18530


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samningsskilmálar FIDIC.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna