Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18532
Nauðsynlegt er að þekkja fornar umhverfisaðstæður og veðurfar þegar reyna á að skýra þær hitabreytingar sem hafa átt sér stað á jörðinni undanfarna áratugi. Greining á sjávarseti hentar vel til slíkra rannsókna, en breytingar sem hafa orðið á umhverfi og veðurfari má sjá í sjávarsetlögum. Landgrunn norðan Íslands er mjög næmt fyrir umhverfisbreytingum og er mikilvægt með tilliti til rannsókna á fornloftslagi og fornstraumakerfi. Þar mætast kaldir og hlýir sjávarstraumar sem hafa mikil áhrif á eðliseiginleika sjávar. Upphleðsluhraði sets á svæðinu er mikill, sem gerir það að verkum að auðvelt er að lesa upplýsingar um breytingar á hafstraumum og loftslagi.
Í verkefni þessu verður greint frá sjávarkjörnum sem teknir voru við Eyjafjarðarál, sem liggur milli Húsavíkur-Flateyjarmisgengisins og sigdals suður af Kolbeinseyjarhrygg og einnig kjarnar sem teknir voru austan megin við Kolbeinseyjarhrygg.Skoðaðir voru sex borkjarnar, HM 107-01,HM 107-03, MD 99-2271, MD99-2272, MD99-2273 og MD99-2275. Tilgangurinn með þessu verkefni er að athuga breytingar á þeim dýrategundum sem fundust í þessum kjörnum , hvernig þær breytast gegnum tímann og hvort það sé breytileiki á stöðum beggja vegna Kolbeinseyjar. Margar samlokutegundir geta sagt til um fornan sjávarhita og nýtast því vel til rannsókna á breytingum á loftslagi og hafstraumum. Einnig er hægt að lesa hvernig ástand sjávar var á þessum tíma og hvort það sé mikil breyting til dagsins í dag.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bylgja BS 2014 lokalok.pdf | 1,3 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |