is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18536

Titill: 
  • Tengsl ADHD við daglegar rútínur barna
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áhugi á rútínum hefur farið vaxandi á síðustu árum þar sem þær eru taldar stuðla að bættri líðan og heilsu. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða tengsl ADHD við daglegar rútínur barna með því að bera saman rútínur barna með ADHD við rútínur barna í stöðlunarúrtaki. Að auki voru tengsl rútína við alvarleika ADHD einkenna, aldur og menntun foreldra, óreiðu á heimili og fylgikvilla skoðuð. Alls tóku 135 foreldrar barna með ADHD þátt, þar af voru 103 drengir og 31 stúlka. Fjórir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur til að meta ADHD einkenni (Ofvirknikvarðinn), rútínur (CRQ-IS), óreiðu á heimili (CHAOS) og til að skima fyrir hugsanlegum fylgikvillum (SDQ). Settar voru fram fimm tilgátur. Í fyrsta lagi að börn sem eiga foreldra/forráðamenn sem eru eldri eða sem lokið hafa meiri menntun búi við fleiri rútínur. Í öðru lagi að börn með alvarlegri ADHD einkenni búi við færri rútínur. Í þriðja lagi að munur væri á rútínum barna með ADHD og barna í stöðlunarúrtaki, bæði á CRQ-IS listanum í heild og einstökum undirþáttum hans. Í fjórða lagi að börn með flóknari vanda búi við færri rútínur. Í fimmta lagi að börn sem búa á heimili þar sem meiri óreiða er til staðar búi við færri rútínur. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að tilgáta eitt var ekki studd af rannsókn þar sem börn eldri foreldra og foreldra með meiri menntun bjuggu ekki við fleiri rútínur. Tilgáta tvö var studd að hluta til þar sem börn með miðlungs alvarleg ADHD einkenni bjuggu við færri rútínur en börn með minni alvarleg einkenni. Tilgáta þrjú var studd að hluta til þar sem börn með ADHD búa við færri rútínur sem snúa að daglegum athöfnum, ábyrgð á tiltekt, heimanámi og samskipti við aðra fjölskyldumeðlimi en börn í stöðlunarúrtaki. Tilgáta fjögur var studd að hluta til þar sem börn með tvo fylgikvilla bjuggu við færri rútínur en börn með einn fylgikvilla. Tilgáta fimm var studd sem bendir til þess að börn sem búa á heimili þar sem meiri óreiða er til staðar búi við færri rútínur.

  • Útdráttur er á ensku

    Interest in routines has been growing in recent years where routines are believed to promote physical and mental health. The aim of this study was to examine the relationship between ADHD and children´s daily routines by comparing children with ADHD and children in a standardization sample. As well as examining the relationship between routines and ADHD symptoms, parental age and education, chaos in the home and comorbid disorders. The sample consisted of 135 parents of children with ADHD, 103 boys and 31 girls. Four instruments were used to measure ADHD symptoms (ADHD Rating Scale), routines (CRQ-IS), chaos in the home (CHAOS) and to assess comorbid disorders (SDQ). It was hypothesized 1) that children of parents who are older and more educated have more routines, 2) that children with more severe ADHD symptoms have fewer routines, 3) that there would be a difference between children with ADHD and children in the standardized sample, 4) that children with more comorbid disorders have fewer routines and 5) that children who live in homes that are more chaotic have fewer routines. The results of this study indicate that age and education of parents does not affect children´s routines. Children with moderately severe ADHD symptoms had fewer routines than children with less severe symptoms which partly supports hypothesis 2. Hypothesis 3 was partly supported where children with ADHD had fewer routines than children in the standardized sample on three factors of the CRQ-IS list: Daily living routines, Household responsibilities and Family time (Samvera fjölskyldu). Hypothesis 5 var supported where children living in homes with more chaos had fewer routines.

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl ADHD við daglegar rútínur barna.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna