Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1853
Markmið þessa verkefnis er að sýna fram á hvernig hægt er að nota leiklist sem kennsluaðferð í lífsleikni út frá klípusögum. Notaðar voru sannar íslenskar klípusögur frá börnum á aldrinum 13-15 ára. Verkefnið er uppbyggt þannig að í fyrstu kemur fræðilegur kafli þar sem varpað er ljósi á lífsleikni sem námsgrein og leiklist sem kennsluaðferð ásamt umfjöllun um hugtök og kenningar hugmyndafræðinga. Því næst kemur kafli með kennsluhugmyndum út frá klípusögum með útskýringum á kennsluaðferðum og rökstuðningi fyrir vali þeirra.
Verkefnið á erindi til allra kennara sem af einlægni eru tilbúnir að takast á við þær faglegu skyldur sem starf þeirra felur í sér, til allra þeirra kennara sem loka ekki augunum fyrir þeim siðferðislegu vandamálum sem fylgja því að vera unglingur í nútímasamfélagi og eru tilbúnir að takast á við þau á áhrifaríkan og skemmtilegan hátt.