Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18541
Heilaáverkar eiga sér stað þegar utanaðkomandi kraftar verka á heilann. Þeir geta valdið breyttri heilastarfsemi eða skemmd í heilavef. Heilaáverkar hafa verið rannsakaðir meðal almennings hérlendis en hafa lítið verið skoðaðir meðal íþróttamanna.
Í þessu rannsóknarverkefni var megintilgangurinn að öðlast frekari upplýsinga um íþróttatengd höfuðhögg sem leiddu til heilaáverka.
Við athuguðum meðal annars tíðni og alvarleika höfuðhögga, hvort leikmaður hélt áfram í keppni eða á æfingu og hvaða atburðarrás átti sér stað eftir höfuðhögg. Í þessari rannsókn voru leikmenn fót-, hand- og körfubolta á Íslandi til athugunar.
Niðurstöður sýndu að um 40% boltaíþróttamanna hlaut höfuðhögg sem leiddi til einkenna heilahristings eða alvarlegri einkenni heilaáverka. Þátttakendur hlutu fleiri höfuðhögg að meðaltali en fyrri íslenskar rannsóknir á almenningi benda til.
Einnig gefa niðurstöður okkar til kynna að höfuðhögg meðal íþróttamanna eru ekki eins alvarleg og hjá almenningi.
Það gæti stafað af því að færri orsakavaldar alvarlegra höfuðhögga eru ekki til staðar á íþróttavelli. Flest höfuðhögg þátttakenda áttu sér stað á íþróttavelli, fleiri í keppni en á æfingu. Alvarlegri höfuðhögg gerðust frekar í keppni, þrátt fyrir það héldu margir áfram, meðal annars vegna þrýstings frá þjálfara eða öðrum þrýstingsvöldum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Höfuðáverkar meðal íþróttamanna á Íslandi.pdf | 478.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Viðauki 1 og 2.pdf | 846.67 kB | Lokaður til...21.06.2134 | Viðauki |