Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18549
Í þessari ritgerð eru teknar saman niðurstöður íslenskra og erlendra rannsókna á peningaspilun á Netinu og spilafíkn skoðaðar kerfisbundið og leitast við að svara þeirri spurningu hvort peningaspilun á Netinu hafi aukist. Einnig verður skoðað hvort algengi spilavanda og spilafíknar sé meiri meðal þeirra sem spila á Netinu í samanburði við þá sem ekki stunda slík peningaspil. Niðurstöður þessarar samantektar sýna að tiltölulega lítið er búið að rannsaka spilahegðun á Netinu og því vita fræðimenn lítið um sambandið á milli spilahegðunar á Netinu og spilafíknar. Rannsóknir hafa þó gefið til kynna að algengi spilafíknar er mun hærra meðal þeirra sem spila peningaspil á Netinu en meðal þeirra sem ekki spila á Netinu. Hinsvegar ber að athuga þó tengsl séu á milli spilahegðunar á Netinu og spilafíknar þýðir það ekki að spilahegðun á Netinu sé orsök spilafíknar.
Unglingar geta einnig þróað með sér spilafíkn og fræðimenn telja að þátttaka unglinga í peningaspilum á Netinu muni aukast töluvert. Þess vegna er mikilvægt að skoða rannsóknir á algengi spilahegðunar og spilafíknar meðal ungmenna sem spila peningaspil á Netinu. Niðurstöður rannsókna benda þannig til að ungmenni spili frekar peningaspil á Netinu en fullorðnir.
Þegar niðurstöður rannsókna eru skoðaðar kemur í ljós að algengi spilahegðunar og spilafíknar hafi aukist umtalsvert á undanförnum árum en það þurfi að rannsaka betur sambandið á milli spilahegðunar og spilafíknar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS ritgerð - Eyrún .pdf | 399.48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |