is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1855

Titill: 
  • Geislar Átta-tíu? : viðhorf kennara til nýs stærðfræðinámsefnis : Átta-10
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um skoðanir nokkurra stærðfræðikennara af höfuðborgarsvæðinu á námsefninu Átta-tíu og túlkun okkar á viðhorfum þeirra. Verkefnið er megindleg rannsókn þar sem spurningalisti var lagður fyrir 24 þátttakendur sem kenndu stærðfræði á unglingastigi. Svör þeirra voru þau gögn sem unnið var með í rannsókninni og mikilvægasta stoðin í leit að svörum við spurningu okkar um viðhorf kennara til efnisins.
    Niðurstöðurnar sýndu að tæplega helmingur þátttakenda rannsóknarinnar var jákvæður eða nokkuð jákvæður til námsefnisins. Fimm þátttakendur sögðust vera hlutlausir og átta voru neikvæðir eða frekar neikvæðir í garð námsefnisins. Greinilegt var að kennurum þótti of mikið lesmál í námsbókunum, of fá sýnidæmi og að þær hentuðu ekki vel nemendum sem ættu erfitt með stærðfræði og/eða lestur. Flestir höfðu þessar skoðanir, jafnt jákvæðir sem neikvæðir. Þátttakendur höfðu allir eitthvað áhugavert til málanna að leggja og við úrvinnslu rannsóknarinnar rákumst við á eldfiman þráð sem fékk okkur til að efast um að kennarar kenndu námsefnið á „réttan“ hátt. Við komumst að lokum að þeirri niðurstöðu að við teldum að kennarar héldu flestir í gamlar kennsluhefðir sem hefðu nýst þeim vel við kennslu á eldra námsefni eins og Almenn stærðfræði. Við teljum að kennarar séu margir fastir í sömu sporum og reyni að kenna Átta-tíu námsefnið á sama hátt og Almenn stærðfræði. Það teljum við vera helstu ástæðuna fyrir hlutleysi og neikvæðni í garð námsefnisins ásamt því hve lítil reynsla er komin á þetta nýútgefna námsefni.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 3.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni2008.pdf482.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna