is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18550

Titill: 
  • Kennir neyðin naktri konu að kaupa? Tengsl fjárhagslegs óöryggis og efnishyggju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Því hefur verið haldið fram að fjárhagslegt óöryggi auki efnishyggju (t.d. Sheldon og Kasser, 2008). Fyrri rannsóknir hafa þó verið gagnrýniverðar af ýmsum ástæðum svo ekki hefur verið sýnt nógu skýrt fram á þessi tengsl. Lögð var rannsókn fyrir 73 háskólanema þar sem gerð var tilraun til að kalla fram ýmist fjárhaglegt óöryggi eða fjárhagslegt öryggi og efnishyggja mæld í kjölfarið. Til þess var notuð styttri útgáfa af Money Making Motives kvarða. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort það að kalla fram fjárhagslegt óöryggi auki efnishyggju tímabundið. Niðurstöðurnar studdu ekki við fyrri hugmyndir um tengsl fjárhagslegs óöryggis og efnishyggju. Þetta gæti þýtt að fyrri niðurstöður hafi fengist vegna galla í aðferðafræði frekar en réttum kenningum um orsakir efnishyggju.

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S. Halldór&Hugi.pdf719.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna