is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18558

Titill: 
  • Fýsileikakönnun metanbýlis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni var gerð fýsileikakönnun á framleiðslu metans úr búfjárúrgangi á bóndabýli með tilliti til þriggja þátta: tækni, arðsemi og markaðsumhverfi. Framleiðandi fyrir vothreinsibúnað var kynntur sem tæknilausn fyrir uppfærslu lífgass. Arðsemi framleiðslunnar var greind miðað við þær forsendur annars vegar að metan væri eingöngu nýtt fyrir ökutæki á eigin býli og hinsvegar ef það væri selt til almennings. Framboð og eftirspurn metans var kannað meðal annars með viðhorfskönnun. Í Finnlandi er framleiðandi að vothreinisbúnuðum af tveimur stærðargráðum sem henta býlum á Íslandi, vinnslugeta þeirra er 10 Nm3/klst og 20 Nm3/klst. Arðsemisgreining á framleiðslu metans þar sem býlið nýtti það eingöngu sjálft sem eldsneyti sýndi að slík framkvæmd borgar sig ekki. Niðurstöður gáfu hinsvegar til kynna að það geti verið arðbært að framleiða og selja metan ef sala þess nær að meðaltali 8 Nm3/klst sé metanið selt á sama verði og það er selt hjá Olís eða á 155 kr/Nm3. Endurgreiðslutími eigin fjárfestingar í framkvæmdinni, sem er áætluð vera 25% af stofnkostnaði, var metinn sem 4,2 ár. Samkvæmt niðurstöðu þá geta einungis stærstu býli landsins framleitt og selt metan í hagnaðarskyni. Staðsetning býlisins á landinu þarf einnig að vera á fjölförnum stað svo varan nái inn á markað. Ýmsar ívilnanir frá gjöldum eru í boði fyrir notendur metans og seljendur borga einungis virðisaukaskatt af sölunni. Könnun á viðhorfi bænda til metanframleiðslu leiddi í ljós að um 32% þeirra eru áhugasamir um að framleiða metan.

  • Útdráttur er á ensku

    In this research a feasibility study is conducted for production of methane at a farm in respect to three factors: technology, profitability and the market. Producer for wet scrubbers was introduced as a technical solution for upgrading biogas and profitability analysis was done for two possibilites, first the use of methane only at the farm itself and second, selling methane to the public. Demand and supply for methane was reviewed and the farmer‘s interest in producing methane investigated with a survey. There is a producer of water scrubbers in Finland that fits for Icelandic farms. It can process biogas at the rate of 10 Nm3/hour and 20 Nm3/hour. The results of profitability analysis showed that producing methane only for the farm is not profitable. Selling methane to the public is profitable if the farm can produce and sell methane at the average rate of 8 Nm3/hour and the price of the methane is the same as it is in the capital area or 155 ISK/Nm3. The payback period of the investment, which was estimated to be 25% of the initial cost, was 4.2 years. Various concessions from fees is available for users of methane and sellers only pay VAT on the sale. Production of methane is feasible at a farm if the farm can produce enough methane and is located where enough traffic is so their product would be able to reach the market. A survey conducted to farmers showed that 32% are interested in producing methane.

Samþykkt: 
  • 30.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Þórey Edda Elísdóttir.pdf9.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna