is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18566

Titill: 
  • Áreiðanleiki greindarprófsins WASI og samkvæmni matsmanna á undirprófinu Líkingar
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hefur ekkert staðlað greindarpróf verið til fyrir fullorðna, á íslensku. Stefnt er að útgáfu greindarprófsins WASI fyrir 17 til 64 ára árið 2014. Forsendur útgáfunnar eru meðal annars rannsóknir á áreiðanleika greindarprófsins. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna áreiðanleika WASI. Í rannsókninni eru gerðar áreiðanleikamælingar. Endurprófunaráreiðanleiki WASI er skoðaður auk mælinga á samkvæmni milli matsmanna á undirprófinu Líkingar.
    Fyrir rannsóknina á endurprófunaráreiðanleika var þátttakenda aflað með hentugleika úrtaki. Þátttakendur voru 55 talsins, konur voru 65% og karlar 35%. Meðalaldur var 30 ár. Gögnum var safnað frá mars til apríl 2014. Greindarprófið WASI var lagt fyrir þátttakendur með tveggja vikna millibili og fóru fyrirlagnir eins fram í bæði skipti. Leitað var til sálfræðinga og samnemenda til að meta undirprófið Líkingar. Sjö matsmenn tóku þátt, þrír sálfræðingar og fjórir sálfræðinemar, allir matsmenn voru konur. Hver þeirra mat 70 úrlausnir undirprófsins Líkingar. Niðurstöður sýndu að endurprófunaráreiðanleiki milli fyrirlagna var góður. Áreiðanleiki verklegrar greindartölu var 0,80 og munnlegrar greindartölu var 0,83. Áreiðanleiki heildartölu greindar var 0,85. Áreiðanleiki undirprófsins Líkingar var lægstur (0,62) af undirprófunum fjórum en áreiðanleiki undirprófsins Orðskilningur hæstur (0,86).
    Samkvæmni á heildarmælitölum milli matsmanna mældist 0,98 sem er mjög gott. Þá var samkvæmni milli einstakra atriða undirprófsins góð.
    Niðurstöðurnar rannsóknarinnar staðfesta því góðan endurprófunaráreiðanleika greindarprófsins WASI og mjög góða samkvæmni í mælingum matsmanna á undirprófinu Líkingar, eins og það var lagt fyrir. Þá styðja niðurstöður útgáfu staðlaðs greindarprófs WASI á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áreiðanleiki greindarprófsins WASI og samkvæmni matsmanna á undirprófinu Líkingar.pdf381.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna