is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18567

Titill: 
  • Titill er á ensku Microarray analysis on spontaneous abortions
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Allt að 20% þekktra þungana enda í fósturláti og litningagallar eru greinanlegir með litningarannsókn í 40-50% tilfella. Með örflögugreiningu (array CGH) hafa greinst smærri eða sjaldgæfir eintakafjöldabreytileikar (undir greiningarhæfni smásjár) í um 20% fósturláta með eðlilega litningagerð.
    Klínísk þýðing þessara breytileika hefur í flestum tilfellum verið óljós.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort við gætum með háskerpu heildarerfðamengis táknraða-miðaðri örflögu greint orsakir endurtekinna fósturláta í mönnum þar sem litningagerð var eðlileg. Tilgáta okkar var að með háskerpu örflögu mætti greina smærri eintakafjöldabreytileika en áður hafa verið rannsakaðir í fósturlátum. Þannig gætum við greint þekktar eða líklegar orsakir fósturláta og hugsanlega uppgötvað ný álitsgen fyrir fósturlátum.
    Fóstursýni voru fengin frá konum sem komu á Landspítala-háskólasjúkrahús vegna fósturláts. Allir þátttakendur voru pör með endurtekin fósturlát (þrjú eða fleiri) og meðgöngulengd ≤20 vikur. Þau voru að gangast undir litningarannsókn og erfðaráðgjöf vegna endurtekinna fósturláta.
    Fjörutíu og þrjú fósturlátasýni frá 34 pörum voru tekin með í rannsóknina. Litningagreining var afbrigðileg í 23 (53.5%) tilfella, eðlileg í 14 (32.6%) tilfellum og tókst ekki í sex (14.0% tilfellum). Við fundum markvert fleiri og smærri eintakafjöldabreytileika með táknraða-miðuðu örflögunni en í fyrri rannsóknum. Alls greindust 1723 eintakafjöldabreytileikar í 13 sýnum með eðlilega litningagerð, að meðaltali 133 eintakafjöldabreytileikar á sýni. Flestir þessara eintakafjöldabreytileika voru smáir með 60.2% <10 kb (bil 27 bp-1.36 Mb). Stór hluti eintakafjöldabreytileikanna náðu yfir gen (92.7%), þ.á.m. OMIM gen (66.6%) og OMIM morbid gen (16.0%). Hlutfall sjaldgæfra breytileika með <50% skörun við Database of Genomic Variants var 26.9%.
    Við fundum engar þekktar skýringar fyrir fósturlátum með þessari örflögu. Hins vegar fundum við tvö álitsgen sem hugsanlegar nýjar skýringar á fósturlátum. Breytingarnar virtust vera 34 bp arfhreint tap á útröð í TAF4 geninu og 4.6 kb arfhreint tap í GDF6 geninu. Átta tilfelli voru arfblendin fyrir tap á genum sem hugsanlega eru banvæn á arfhreinu formi skv. leit í músagagnabanka. Kerfisgreining leiddi í ljós hugsanlegar vísbendingar um samverkandi arfblendni í sumum tilfellum, sem fól í sér samband á milli gena sem höfðu hlutverki að gegna í fósturþroska.
    Þetta er fyrsta rannsóknin á táknraða-miðaðri örflögu sem notuð er fyrir rannsóknir á fósturlátum. Á heildina litið voru ekki nógu miklar sannanir fyrir meinvaldandi virkni eintakafjöldabreytileikanna til að nota gögnin í erfðaráðgjöf fyrir parið sem um ræðir. Með þessari flögu greindum við breytingar sem náðu yfir einstakar táknraðir og hugsanleg álitsgen fyrir fósturlátum. Samt sem áður eru miklar hindranir fyrir því að nota táknraða-miðaða örflögu fyrir rannsóknir á fósturlátum. Helstu ástæðurnar eru erfiðleikar við bæði líffræðilega og tæknilega túlkun á þeim mikla fjölda eintakafjöldabreytileika sem greinast, sérstaklega smáum sjaldgæfum eintakafjöldabreytileikum. Einnig eru erfiðleikar við að meta hvort um falsk jákvæðar breytingar sé að ræða, þar á meðal tæknilegir erfiðleikar og aukinn kostnaður við að framkvæma staðfestingarpróf á hugsanlegum álitsbreytingum.

  • Útdráttur er á ensku

    Spontaneous abortion (SA) occurs in up to 20% of recognized pregnancies and chromosomal abnormalities are dectable with conventional karyotypic analysis in 40-50% of cases. Array CGH analysis has revealed submicroscopic or rare CNVs in approximately 20% of SAs with normal karyotype, although clinical significance of CNVs in most cases has been unclear.
    The aims of this study was to test if with a high resolution Exon-Focused CGH array we could detect causes of recurrent, spontaneous abortions in humans, where karyotype was normal. Our hypothesis was that this type of array would detect smaller copy number variants then have been previously studied in spontaneous abortions and with this approach we would be able to detect known or likely causes for SAs and possibly discover new candidate genes for SAs.
    Fetal tissue samples were obtained from women with a SA at Landspitali-National University Hospital. All subjects were couples with recurrent abortions (three or more) and gestational age ≤20 weeks. They were already undergoing karyotyping and receiving genetic counseling due to recurrent abortions.
    Forty three fetal tissue samples, from 34 couples, were included in the study. Conventional karyotyping was abnormal in 23 (53.5%) cases, normal in 14 (32.6%) cases, and failed in 6 (14.0%)cases. We found a significantly larger amount and smaller CNVs with the Exon-Focused CGH array than in previous studies. A total of 1723 copy number variants (CNVs) were identified in the 13 samples with normal karyotype with an average of 133 CNVs per sample. Majority of the CNVs were small, with 60.2% <10 kb (range 27 bp-1.36 Mb). A large proportion of the CNVs overlapped genes (92.7%), including OMIM genes (66.6%) and OMIM morbid genes (16.0%). The proportion of rare variants with <50% overlap with Database of Genomic Variants was 26.9%.
    We did not find any known causes for SAs with this array. There were nevertheless two possible candidate genes as new causes for SAs. The variants were an apparent 34 bp exonic homozygous loss in the TAF4 gene and an apparent 4.6 kb homozygous loss in the GDF6 gene. Eight cases were heterozygous carriers for losses of genes, which are possibly lethal in a homozygous form based on a mouse database search. Network analysis revealed possible indications of synergistic heterozygosity in some cases, involving interaction of genes with a role in embryonic development.
    This is the first study using an exon-focused array for analysis of SAs. Overall, there was not enough evidence of pathogenicity of the CNVs identified to use the data in genetic counseling for the couple involved. We detected exonic variants with this array and possible candidate genes for SAs. However, there are some major drawbacks to using this type of array for analysis of SAs. The main drawback are difficulties with both biological and technical interpretation of the high number of CNVs detected, especially small rare exonic CNVs. There are also difficulties with determining if the calls are false positive, including technical challenges and additional cost with performing verification tests of possible candidates.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður LSH
Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Microarray analysis on spontaneous abortions.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna