is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18572

Titill: 
  • Stofnvistfræði birkis (Betula pubescens Ehrh.) á Skeiðarársandi 2004-2013 og samanburður við nálæga stofna
Útdráttur: 
  • Nýr birkiskógur vex nú upp á Skeiðarársandi. Landnám birkisins hefur verið viðfangsefni margra rannsókna en markmið þessarar rannsóknar voru að greina breytingar á völdum stofnbreytum birkisins á Skeiðarársandi yfir 10 ára tímabil (2004-2013) og einnig að bera stofninn á Skeiðarársandi saman við nálæga birkistofna á Skaftafellsheiði og í Morsárdal. Svæðin voru valin með tilliti til þess að stofninn á Skeiðarársandi á ættir sínar líklega að rekja til þessara svæða. Stofninn á Skeiðarársandi er ungur en í örum vexti á mjög víðáttumiklu svæði. Stofninn í Morsárdal er við rætur Bæjarstaðarskógar, og þéttleiki birkis þar ekki mikill og meðalhæð plantnanna mjög svipuð og á Skeiðarársandi. Á Skaftafellsheiði er þéttleiki birkitrjáa hins vegar mikill enda talsvert eldri skógur og inniheldur hærri tré. Svæðin sem skoðuð voru haustið 2013 reyndust vera mjög svipuð hvað flestar stofnbreytur varðar, þó skar Skaftafellsheiðin sig úr í meðalhæð og –lengd trjáa og frjósemi trjáa var mest á Skeiðarársandi. Stofninn á Skeiðarársandi hefur breyst mikið síðustu 10 ár. Fyrir 10 árum var fræframleiðsla þar ekki hafin nema á einstaka tré en síðustu ár hefur orðið mikil sprenging í fræframleiðslu. Fræframleiðsla var marktækt hærri árið 2011 en árin 2004, 2008, 2009 og 2013 og gaf vísbendingar um að gnóttár hafi verið hjá birkinu það árið. Meðalhæð og –lengd stofnins á Skeiðarársandi hefur hækkað jafnt og þétt frá 2004 en nýliðun virðist ekki hafa átt sér stað eftir 2008. Sýkingarprósenta birkihnúðmýs (Semudobia betulae) á birkifræjum var einnig áberandi há 2011. Ljóst er að birkinu á sandinum reiðir vel af og má búast við áframhaldandi velgengni þess á næstu árum.

  • Útdráttur er á ensku

    A birchforest (Betula pubescens Ehrh.) in it‘s early stages is developing on Skeiðarársandur. The colonization of the birch has been a central topic in many studies. The goal of this project was to identify changes in the population structure of the birch on Skeiðarársandur over a period of 10 years (2004-2013) and compare the population to other local birch populations in Skaftafellsheiði and Morsárdalur. The reason for the choice of comparable sites is that the population in Skeiðarársandur has most likely descended from there. Skeiðarársandur‘s population is young but fast-growing population on a vast area. The population in Morsárdalur is located on the edge of Bæjarstaðarskógur, a forest containing some of the oldest birch in Iceland. It‘s a young population with small trees and low density. The population in Skaftafellsheiði is a older one and has higher trees and greater density.
    Analysis of the 2013 sites showed that Skaftafellsheiði had significantly taller trees and that the greatest fecundity (N female catkins/tree) was found to be on Skeiðarársandur although it was not significant. The population structure in Skeiðarársandur has changed a lot over the past decade. Trees had hardly reached reproductive maturity in 2004 but in recent years the seed production has increased dramatically. Fecundity was highest in 2011 of the years that were compared and might indicate that the birch was showing a masting behavior. Mean tree height and length increases over the 10 year period but the mean is especially low in 2004 and 2008 because saplings and new trees are much more abundant then. No signs of saplings have been seen after 2008 which indicates that new saplings are not emerging on the sand. Percent of seeds infected by Semudobia betulae was also highest in 2011. All in all the population on Skeiðarársandur seems to be in good health and will probably continue to grow and expand in the future.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
þorfinnur.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna