is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18578

Titill: 
 • Framburður MND-veikra á Íslandi: Myndun samhljóða og samhljóðaklasa
 • Titill er á ensku Articulation in Icelandic speaking people with MND/ALS: Consonants and consonant clusters
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis var að lýsa framburði íslenskra MND-veikra einstaklinga með öndunar- og talfæraeinkenni og skoða vísbendingar um fylgni á milli tungustyrks, ónákvæmra samhljóða og samhljóðaklasa og hvaða áhrif þessar breytur hefðu á skiljanleika tals. Skammstöfunin MND stendur fyrir motor neuron disease sem útleggst á íslensku hreyfitaugungahrörnun. Ekki er til nein þekkt læknisfræðileg lækning á sjúkdómnum. Lagt var upp með þá sýn að leiðarljósi að niðurstöður þessarar rannsóknar myndu auðvelda talmeinafræðingum og öðrum fagaðilum að takast á við tjáningar-skerðingu sem fylgir MND-sjúkdómnum. Með lýsingu á framburði er lagður þekkingargrunnur sem fræðimenn og sérfræðingar sem vinna með MND-veikum geta leitað í til stuðnings við önnur greiningarviðmið sem til eru fyrir MND-sjúkdóminn. Slíkan þekkingargrunn verður meðal annars hægt að nota til að rökstyðja t.d. hjálpartækjabeiðnir til Sjúkratrygginga Íslands fyrir þennan hóp fólks. Þegar sjúkdómurinn ágerist er engin önnur leið til tjáskipta fyrir þetta fólk en uppbótarleiðir, t.a.m. með notkun tækni á borð við talgervil eða tölvur. Mikilvægt er því fyrir MND-veika, aðstandendur og umönnunaraðila þeirra að fá viðeigandi og gagnrýndar upplýsingar um framgang einkenna í tali MND-veikra.
  Notuð voru tvö greiningarpróf, málhljóða- og þvoglumælipróf, ásamt þremur öðrum mælitækjum: a) spurningalisti var lagður fyrir, b) þátttakendur voru beðnir að lesa sögu og c) gerð var tungustyrktarmæling. Þátttakendur voru níu og hitti rannsakandi hvern þeirra einu sinni í klukkustund þar sem greiningarviðtal fór fram. Unnið var að mestu leyti úr niðurstöðum prófana með lýsandi tölfræði.
  Niðurstöður bentu til þess að hljóðmyndun MND-veikra einkennist af fráblástursleysi og önghljóðun lokhljóða. Samhljóðaklasar virtust erfiðari í framburði en stök hljóð samkvæmt niðurstöðum þessara einstaklinga. Myndunarháttur hafði meiri áhrif á framburð en myndunarstaður hljóða og nokkuð bar á nefjun og lokuðu nefmæli þegar einkenni voru aukin í öndunar- og talfærum. Fylgni milli tungustyrks þátttakenda og fjölda nákvæmra hljóða var ekki marktæk. Stigvaxandi fjöldi ónákvæmra hljóða innan úrtaksins gefur til kynna örar breytingar í hljóðmyndun MND-veikra til hins verra. Draga má þá ályktun út frá niðurstöðunum að fleiri ónákvæm hljóð komi fyrir í samfelldu tali (Afasaga) en á Málhljóðaprófi ÞM. Það gæti gefið vísbendingar um að samfellt tal/upplestur sé betur til þess fallið að greina einkenni í tali MND-veikra einstaklinga.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this project was to describe articulation in Icelandic speaking MND/ALS patients with bulbar symptoms. Investigate evidence of correlation between tongue strength, consonants and consonant clusters and the impact it would have on the intelligibility of speech. With an emphasis on assisting Speech and Language Therapists and other specialists dealing with reduction in speech intelligibility that accompanies MND/ALS. This project is the first step in building a knowledge base of articulation in Icelandic speaking MND/ALS patients.
  When degeneration of the disease takes its course, there is no other option for communication than Augmentative/Alternative Communication Intervention (AAC). As a result of this, it is important to describe the articulation characteristics of MND/ALS, with the goal of being able to give substansive reasoning for aids requests to the Icelandic Health Insurance Institute (Sjúkratryggingar Íslands). MND/ALS families and caregivers have to receive relevant and critical information about the progress of symptoms.
  Two diagnostic tests where used, speech sound test (Málhljóðapróf ÞM) and dysarthria test (Frenchay Dysarthria Assessment - Second Edition), one questionnaire, intelligibility in connected speech (Grandfather passage) and tongue strength were measured. There were 9 participants, who each met the researcher once for an hour, during which an interview was conducted and tests administered. Descriptive statistics of the results were conducted.
  Results indicated that articulation of MND/ALS patients were characterized by a loss of aspiration and fricativesation of plosive consonants. According to the findings of this study, consonant clusters were more difficult to pronounce than single sounds. Manner of articulation had greater effect on the formation of sounds than the place of articulation. Hypernasality and hyponasality occured in the speech of some of the participants which had a relatively high number of inaccurate articulation. Tongue strength had a non-significant correlation with the number of precise consonants. Gradual worsening was evident in articulation within the sample, indicating rapid changes in symtoms in MND/ALS. It can be concluded from these results that inaccurate sounds are more prominent in continuous speech (Grandfather passage) than in single speech sounds as tested by Masdottir´s Atriculation Test (Málhljóðpróf ÞM). This may indicate that connected speech is better suited for analysis of speech impairment in MND/ALS patients.

Samþykkt: 
 • 2.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_kristinmaria.pdf4.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna