is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18580

Titill: 
  • „jeg husker paa at fader og Moder tidt lytte til og dem maa man give lidt for Tanken!“ Eru ævintýri H. C. Andersens fyrir börn eða fullorðna?
  • Titill er á ensku The boundary transcending fiction of H. C. Andersen: Fairytales for a dual audience of children and adults.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skálduð ævintýri nefnast listævintýri og sækja höfundar þeirra sér efnivið sinn í munnmælasagnir. Danski rithöfundurinn Hans Christian Andersen er einn þeirra höfunda sem sóttu með þeim hætti í hefð munnmælaævintýra og skrifaði og gaf út rúmlega 150 listævintýri. Í þessari ritgerð eru ævintýri hans skoðuð út frá orðum hans sjálfs, sem eru enn varðveitt í bréfi sem hann sendi ljóðskáldinu Bernhard Severin Ingemann árið 1843. Þar sagði hann að hann hefði fullorðna í huga þegar kæmi að því að semja ævintýri. Leitast verður eftir að kanna þessa tilteknu fullyrðingu Andersens með því að skoða tíu af ævintýrum hans og athuga hvort skilaboð til fullorðinna kunni að leynast í þeim. Ævintýrin sem um ræðir eru: Nýju fötin keisarans, Staðfasti tindátinn, Murusóleyin, Svínahirðirinn, Óli Lokbrá, Næturgalinn, Litli ljóti andarunginn, Stoppunálin, Rauðu skórnir og Litla stúlkan með eldspýturnar.
    Rannsóknin leiddi í ljós að öll tíu ævintýrin hafa að geyma skilaboð til fullorðinna og er því hægt að segja að Andersen hafi talað til fullorðinna í gegnum börn. Ákveðin viðfangsefni voru áberandi í ævintýrunum tíu og var þá helst um að ræða ádeilu á stéttaskiptingu og listir, og skilaboð um mikilvægi náungakærleikans og að hlúa að andlegum hlutum. Andersen fann því farveg fyrir skilaboð sín til fullorðinna í gegnum þau ævintýri sem að jafnaði voru lesin fyrir börn.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„jeg husker paa at fader og Moder tidt lytte til og dem maa man give lidt for Tanken!“.pdf481.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna