Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18582
Líkamsskynjunarröskun (LSR) er algeng geðröskun sem hefur yfirleitt tengsl við skerta virkni og sjálfsvígshættu. Þessi rannsókn er sú fyrsta sem metur algengi LSR meðal sjúklinga sem leita sálrænnar meðferðar á dagdeild (partial hospital program), og ber saman sjúklinga sem voru annars vegar með LSR og hins vegar ekki, á lýðfræðilegum og klínískum breytum. Þátttakendur voru 207 sjúklingar með ýmsar geðraskanir . Kyn og fjöldi greininga voru einu lýðfræðilegu og klínísku breyturnar sem marktækur munur fannst á við upphaf meðferðar milli sjúklinga með og án LSR; sjúklingar með LSR voru líklegri til að vera konur og með fleiri greiningar heldur en sjúklingar sem ekki voru með LSR. Algengi LSR í rannsókninni var 7,2%, og LSR-greining reyndist ekki spá fyrir um verri meðferðarárangur á þessari dagdeild. Niðurstöður benda til þess að LSR sé tiltölulega algeng röskun meðal sjúklinga sem leita sálrænnar meðferðar á dagdeild, og að sjúklingar með hafi jafnmikið gagn af meðferð á slíkum dagdeildum og aðrir sjúklingar með geðrænan vanda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BDDLokaútgáfaSM.pdf | 200.52 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |