en English is Íslenska

Thesis

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18582

Title: 
  • Title is in Icelandic Algengi líkamsskynjunarröskunar hjá sjúklingum sem leita sálrænnar meðferðar á dagdeild
  • Prevalence of Body Dysmorphic Disorder among Patients in a Partial Hospital Program
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Líkamsskynjunarröskun (LSR) er algeng geðröskun sem hefur yfirleitt tengsl við skerta virkni og sjálfsvígshættu. Þessi rannsókn er sú fyrsta sem metur algengi LSR meðal sjúklinga sem leita sálrænnar meðferðar á dagdeild (partial hospital program), og ber saman sjúklinga sem voru annars vegar með LSR og hins vegar ekki, á lýðfræðilegum og klínískum breytum. Þátttakendur voru 207 sjúklingar með ýmsar geðraskanir . Kyn og fjöldi greininga voru einu lýðfræðilegu og klínísku breyturnar sem marktækur munur fannst á við upphaf meðferðar milli sjúklinga með og án LSR; sjúklingar með LSR voru líklegri til að vera konur og með fleiri greiningar heldur en sjúklingar sem ekki voru með LSR. Algengi LSR í rannsókninni var 7,2%, og LSR-greining reyndist ekki spá fyrir um verri meðferðarárangur á þessari dagdeild. Niðurstöður benda til þess að LSR sé tiltölulega algeng röskun meðal sjúklinga sem leita sálrænnar meðferðar á dagdeild, og að sjúklingar með hafi jafnmikið gagn af meðferð á slíkum dagdeildum og aðrir sjúklingar með geðrænan vanda.

Accepted: 
  • Jun 2, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18582


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BDDLokaútgáfaSM.pdf200.52 kBOpenHeildartextiPDFView/Open