is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18585

Titill: 
  • Tíðni forréttinga meðal almennra tannlækna
  • Titill er á ensku Interceptive orthodontic treatment provided by general dentists
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Þessi ritgerð er lokaverkefni til BS gráðu í tannsmíði við Tannlæknadeild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands vorið 2014. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um tíðni forréttinga meðal almennra tannlækna og því eru rannsóknarspurningarnar þessar: Hversu algengt er að almennir tannlæknar geri forréttingar? Skiptir kyn, aldur, starfsaldur eða fjarlægð í næsta tannréttingasérfræðing máli þegar tekin er ákvörðun um forréttingu? Hvaða tæki/smíði er algengast að nota við forréttingar?
    Forréttingar eru skilgreindar hér sem inngrip á tannskiptaaldri með lausum tannréttingatækjum, slípun eða bitstýringum á tönnum eða úrdrætti. Tilgangurinn er að laga minniháttar tann- eða bitskekkjur eða koma í veg fyrir óheppilega þróun bits og tannstöðu.
    Aðferðir: Við rannsóknina var notuð megindleg aðferðafræði þar sem niðurstöður voru birtar á myndrænan hátt. Sendur var út rafrænn spurningalisti með 14 spurningum um tíðni og framkvæmd forréttinga meðal almennra tannlækna á Íslandi. Spurningalistinn var sendur til allra félagsmanna Tannlæknafélags Íslands (TFÍ), samtals 284 manns, en 273 þeirra eru starfandi í dag. Einnig var stuðst við tölulegar upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) um fjölda þenslugóma sem fengust endurgreiddir á árunum 2009-2013.
    Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 68,6% (n=99) almennra tannlækna á Íslandi sinnir forréttingum að einhverju leyti. Kyn tannlækna hafði vissa fylgni við tíðni forréttinga, en ekki fannst samband við aldur eða starfsaldur tannlækna og ekki sást munur á tíðni forréttinga meðal almennra tannlækna hvort sem starfandi tannréttingasérfræðingur var í sama bæjarfélagi eða ekki. Kvenkyns tannlæknar drógu oftar úr barnatennur en karlkyns tannlæknar. Helstu tannréttingatæki sem smíðuð eru á tannsmíðaverkstæðum eru gómplata með framfærslufjöður/fjöðrum, þenslugómur og bithækkunarplata. Tölur frá SÍ eru mun lægri en niðurstöður rannsóknarinnar og benda til þess að innan við 53% af þenslugómum sem gerðir eru árlega séu endurgreiddir.
    Ályktun: Ef marka má niðurstöður má álykta að stærstur hluti almennra tannlækna sinni forréttingum barna að einhverju leyti, en fáir í miklu mæli.

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: This thesis is a project towards a BS degree in dental technology from the Faculty of Odontology, School of Health Sciences at the University of Iceland. The main purpose of the thesis is to answer the following research questions: How frequently do general dentists perform early orthodontic treatment? Is gender, age, length of time in service or the distance to the next orthodontic specialist associated with interceptive or early orthodontic treatment among general dentists? Which appliances are most commonly used in this kind of treatment? The purpose of early orthodontic treatment is to intervene in the mixed or even deciduous dentition with removable or bonded appliances to correct bite or to prevent unfavorable occlusal development.
    Methods: This study was conducted using quantitative methods and the results are displayed graphically. Electronic questionnaire with 14 questions about the prevalence and implementation of orthodontic early treatment was sent to all members of the Icelandic Dental Association, a total of 284 individuals, of whom 273 are considered in active service. The descriptive data were displayed graphically and analyzed with correlation tests. Another source of information was statistics from the Icelandic Health Insurance about the number of expansion plates refunded in the years 2009–2013.
    Results: The main results of the research show that 68,6% (n=99) of general dentists in Iceland carry out some form of interceptive orthodontic treatment. Early orthodontic treatment had some associations with gender, whereas age, length of time in service or a practicing orthodontist in the community did not. Female dentists perform extractions of deciduous teeth as an orthodontic intervention a bit more frequently than their male colleagues. The most usual orthodontic appliances made in dental laboratories are removable appliances with spring or springs, expansion plates and bite raising plates. The statistics from The Icelandic Health Insurance are in contrast with the results of this study and indicate that only approximately 53% of the expansion plates are refunded each year.
    Conclusion: The majority of general dentists in Iceland consider themselves qualified to conduct orthodontic early treatment for children, at least occasionally.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18585


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tidni forrettinga medal almennra tannlaekna.pdf1,48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna