is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18588

Titill: 
  • Samskynjun: Er munur á frammistöðu eftir því hvort áreiti er í samræmi eða ósamræmi við samskynjun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lengi var talið að skilningarvitin hefðu virkni óháð hvort öðru, sem er rökrétt í ljósi þess hve sérhæfða virkni hvert heilasvæði hefur. Komið hefur í ljós að samþætting skynfæranna er algeng í daglegu lífi og auðvelt að sýna fram á hana ef að því er leitað. Má þar t.d. nefna McGurk áhrifin sem eiga sér stað á milli sjónar og heyrnar. Lítill hluti mannkyns eða um 4% býr hinsvegar við veröld sem er frábrugðin því sem telst eðlilegt, veröld þar sem samþætting skynfæranna er sífellt í gangi. Eiginleikinn kallast samskynjun og lýsir sér þannig að áreiti í einni skynbraut leiðir sjálfkrafa til upplifunar í annarri synbraut og eru þannig tvö áreiti upplifuð samtímis þrátt fyrir að aðeins eitt sé til staðar. Algengasta samskynjun kallast grapheme-color samskynjun og er þannig að bókstafir og tölustafir eru alltaf skynjaðir með ákveðnum lit. Í þessari skýrslu er greint frá tveimur tilraunum sem báðar rannsaka einstaklinga með grapheme-color samskynjun. Í fyrri tilrauninni var leitast við að skoða hvort munur væri á frammistöðu þátttakanda í sjónleitarverkefni eftir því hvort markáreiti voru í samræmi eða ósamræmi við samskynjun. Ekki fékkst marktækur munur þar á. Í seinni tilrauninni var skoðað hvort táknun áreita í skammtímaminni sjónar myndi hrörna hægar ef áreitin væru í samræmi við samskynjun. Ekkert benti til að nein hrörnun átti sér stað og var því ekki marktækur munur.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18588


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSsamskynjun.pdf734.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna