is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1859

Titill: 
 • Líf og hagir fólks með daufblindu : eru lífskjör þess jöfn að gæðum og lífskjör annarra þjóðfélagsþegna?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Daufblinda er samsett sjón- og heyrnarskerðing sem hamlar virkni einstaklings og gerir þátttöku hans í samfélaginu erfiðari. Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á Íslandi um líf og hagi fólks með daufblindu ef frá er talin könnun Ingibjargar Harðardóttir sem hún framkvæmdi árið 1995. Tíu árum síðar lauk norænni rannsókn á lífi fólks með stigvaxandi skynfötlun. Þátttakendur í þeirri rannsókn voru frá öllum Norðurlöndunum ef frá er talið Finnland og voru allir með heilkennin Usher I eða II.
  Í þessu verkefni taka þátt þrír daufblindir einstaklingar, tvær konur og einn karl. Ástæður daufblindu þeirra eru ólíkar. Tveir þátttakenda eru daufblindir vegna heilkennisins Usher II sem erfist víkjandi og sá þriðji missti sjónina vegna sjúkdóms. Heyrnarskerðing hans tengist ekki sjúkdómnum.
  Heimilda í rannsóknina var aflað í fötlunarfræðum og áður nefndum rannsóknum auk þess sem tekin voru viðtöl við þátttakendurna þrjá. Aðferðafræðin sem unnið var eftir kallast Lífssöguaðferð og er eigindleg rannsóknaraðferð. Líf þátttakenda er þá skoðað út frá því að allir eigi sér sína sögu og sú saga sé það sem uppúr stendur í banka minninganna. Reiknað er með að allir sjái heiminn með eigin augum og mótist sýn einstaklings af eigin reynslu og túlkun hans jafnframt.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þátttakendurnir þrír eru mismunandi mikið háðir utanaðkomandi aðstoð. Karlinn fer flestra sinna ferða án aðstoðar. Önnur konan þurfti litla aðstoð þegar hún bjó í litlum bæ á landsbyggðinni en eftir að hún flutti á höfuðborgarsvæðið er hún háð aðstoð þegar hún fer út fyrir heimilið. Hin konan er háð utanaðkomandi aðstoð með einstaka hluti inná heimili sínu og algjörlega þegar sem hún ferðast utanhúss. Almenn og sértæk aðstoð sem stendur þátttakendum til boða er lítil. Þátttakendurnir tveir sem eru með Usher heilkenni þekkja ekki líf án skerðingar en þriðji þátttakandinn þekkir líf án skerðingar en skyntap hans byrjaði snemma á fullorðinsárum.
  Helstu ályktanir rannsóknarinnar benda til að fatlað fólk geti átt gott líf og þurfi ekki að leggja árar í bát þótt það búi við erfiða fötlun. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram mikilvægi þess að aðgangur fólks með daufblindu að stuðningi og þjónustu sé greiður og er það forsenda þess að lífskjör þessa fólks séu sambærileg við lífskjör annara þjóðfélagsþegna.

Athugasemdir: 
 • M.Ed. í þroskaþjálfafræðum
Samþykkt: 
 • 8.9.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Margrét I. Ríkarðsdóttir.pdf1 MBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna