is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18591

Titill: 
 • Óbyggðirnar kalla: Heilbrigðisþjónusta við Búðarhálsvirkjun
 • Titill er á ensku Wilderness calls: Health care at Búðarhálsvirkjun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Hjúkrunarfræðingar sem starfa á afskekktum stöðum þar sem langt er í hefðbundna sjúkrahúsþjónustu, þurfa að búa yfir víðtækri þekkingu því oft þarf að sinna fjölbreyttum hópi fólks með margþætt heilbrigðisvandamál.
  Gerð var rannsókn á umfangi heilbrigðisþjónustu við byggingu Búðarhálsvirkjunar á árunum 2011 til 2013 en unnið var með gögn um alla þá einstaklinga sem leituðu þjónustu í sjúkraskýli sem þar var starfrækt. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa heilbrigðistengdum viðfangsefnum og um leið vekja athygli á sérstöðu heilbrigðisþjónustu við stórframkvæmdir fjarri hefðbundinni sjúkrahúsþjónstu. Leitað var svara við eftirfarandi spurningum:
  1. Hver var fjöldi heilbrigðistengdra viðfangsefna á stórframkvæmdasvæðinu við gerð Búðarhálsvirkjunar?
  2. Hvert var eðli viðfangsefna heilbrigðisþjónustu á stórframkvæmdasvæðinu við Búðarhálsvirkjun?
  3. Hver er sérstaða hjúkrunar á afskekktum svæðum?
  4. Er þörf á viðveru hjúkrunarfræðings eða annars heilbrigðisstarfsfólks á stórframkvæmdasvæðum þar sem langt er í hefðbundna sjúkrahúsþjónustu?
  Alls voru 1587 viðfangsefni tengd heilbrigðisþjónustu skráð á tímabilinu eða um tvö viðfangsefni á dag. Viðfangsefnum var skipt niður í þrjá flokka: Slys, veikindi og heilsugæslutengdir þættir. Flestar komur í sjúkraskýlið voru vegna heilsugæslutengdra þátta og fæstar vegna slysa. Algengasta komuástæðan var vegna verkja.
  Það vakti athygli hversu algeng komuástæðan verkir voru og hugsanlegt er að gera þyrfti heilsufarsskoðun hjá starfsfólki áður en störf eru hafin með það að markmiði að greina hvort verkir sem komuástæða í sjúkraskýli séu vinnutengdir. Þannig má fá vísbendingar um hvort auka þurfi heilsueflingu á áhættusömum vinnustöðum til að fyrirbyggja vinnutengda kvilla. Samhliða heilsufarsskoðun má efla fræðslu um líkamsbeitingu og aðrar forvarnir. Á þann hátt mætti stuðla að vellíðan starfsfólks. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar má ætla að þörf sé á viðveru heilbrigðisstarfsmanns við stjórframkvæmdir líkt og við gerð Búðarhálsvirkjunar.
  Lykilorð: hjúkrun, afskekkt, sjúkraskýli, starfsánægja, forvarnir.

 • Útdráttur er á ensku

  Nurses who work in remote areas, far from public healthcare, must have extensive knowledge since they are required to handle diverse groups of people with different needs and challenges.
  A study was conducted on the extent of health care at Búðarhálsvirkjun from 2011 to 2013. Data was collected on all those who needed nursing or medical care at Búðarhálsvirkjun over the period. The aim of the study was to describe health related challenges that nurses face when working alone at the construction site at Búðarhálsvirkjun and thereby shed light on the challenges of rural nursing. The following questions were asked:
  1. What was the number of health related issues at the construction site at Búðarhálsvirkjun?
  2. What was the nature of health related issues at the construction site at Búðarhálsvirkjun?
  3. What makes nursing in remote areas unique?
  4. Is the presence of a nurse or another health care professional important at rural construction sites?
  A total of 1587 health related issues were registered by healthcare professionals at Búðarhálsvirkjun. Subjects were divided into three categories: accidents, disease and health care related issues. Most of the issues were health care related and the fewest were caused by accidents. The most common reason for seaking medical care was pain of some sort.
  It was noticeble how common pain was among construction workers. One could deduce that it would be beneficial to perform health checks before people begin working at a construction site with the purpose of determining whether the pain is work related. In that way we coud get information on whether better health promotion should be in high-risk workplaces to prevent work-related problems. Alongside health checks, education about work posture and other preventive measures are needed. That way promotion of staff wellbeing is possible. The results of the study show that the presence of a healthcare professional is needed at big construction sites like at Búðarhálsvirkjun.
  Keywords: Nursing, rural, medical shelter, job satisfaction, preventions.

Samþykkt: 
 • 2.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óbyggðirnar kalla.pdf721.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna