is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18593

Titill: 
 • Prinsessur á drekaveiðum og prjónandi prinsar. Rannsókn á nútímavæðingu ævintýraminna í teiknimyndunum um Shrek
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn er leitast við að skoða hvort bandarísku teiknimyndirnar um Shrek (2001, 2004, 2007 og 2010) feli í sér andsvar við þeirri óraunhæfu mynd um samfélagið sem gömul, þekkt ævintýri og Disneymyndir síðustu áratuga hafa dregið upp.
  Í rannsókninni er annars vegar lögð áhersla á ævintýraformið og birtingarmynd þess í Shrek og hins vegar hina svokölluðu „Disney-formúlu“ og áhrif hennar innan kvikmynda. Ritgerðinni er skipt upp í þrjá meginhluta. Fyrsti kafli felur í sér yfirlit yfir
  rannsóknarsöguna og verða þar kynntir til leiks helstu fræðimenn og þróun þjóðsagnafræðirannsókna, allt frá dögum Grimmsbræðra til rannsókna um notkun ævintýraefnis í kvikmyndaheiminum. Í öðrum kafla er söguþráður Shrek-myndanna kynntur og þær mátaðar inn í ævintýraformið, auk þess sem þær verða bornar saman við
  Disney-formúluna. Í þriðja kafla er svo athugað hvernig formið er brotið upp í myndunum og hvaða áhrif það hefur á ævintýraheiminn.
  Rannsóknin leiddi í ljós að Shrek-myndirnar hafa svarað ákveðinni þörf samfélagsins fyrir nútímalegri gildi og viðhorf í ævintýrateiknimyndum. Jafnframt hafa þær leitt til áframhaldandi þróunar í heimi slíkra mynda og eiga án efa eftir að skilja eftir
  sig spor í sögu þeirra.

Samþykkt: 
 • 2.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð, Þjóðfræði Á.Þ.S..pdf289.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna