is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18599

Titill: 
  • Heilsueflandi heimsóknir til 80 ára einstaklinga á þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur. Stjórnvöld horfa í vaxandi mæli til heilsueflandi heimsókna til að ýta undir heilbrigða öldrun og að viðhalda sjálfstæði aldraðra á eigin heimili. Lítið hefur þó borið á rannsóknum á þessari þjónustu.
    Tilgangur. Að rannsaka einkenni og afdrif tveggja hópa aldraðra einstaklinga sem ýmist þáðu eða afþökkuðu heilsueflandi heimsókn.
    Aðferð. Megindleg samanburðarferilrannsókn var notuð til að rýna í fyrirliggjandi gögn í Sögukerfinu. Gögnin byggðu á upplýsingum um 148 áttræða einstaklinga sem fengu boð um eina heilsueflandi heimsókn frá heilsugæslustöðinni á Selfossi á árunum 2005-2010.
    Niðurstöður. Alls þáðu 100 (68%) heilsueflandi heimsókn (51 karl og 49 konur) en 48 (32%) afþökkuðu (17 karlar og 31 kona). Við upphaf rannsóknartímabilsins reyndist marktækur munur á svefnlyfjanotkun eftir hópum (p = 0,011). Þeir sem þáðu heimsókn notuðu frekar svefnlyf (44%) en þeir sem afþökkuðu (21%). Þrátt fyrir fáa þátttakendur, eina heilsueflandi heimsókn og stutta eftirfylgd voru marktæk tengsl á milli þess að hafa þegið heimsóknina og að vera á lífi einu (p = 0,014) og tveimur (p = 0,006) árum eftir hana. Meðal þess sem einkenndi hópinn sem þáði heilsueflandi heimsókn var að konur bjuggu frekar einar en karlar, rúmlega helmingur hópsins stundaði enga reglulega hreyfingu og 71% var yfir kjörþyngd. Gagnagöt (missing data) í gagnagrunni takmörkuðu möguleika á úrvinnslu.
    Ályktanir. Til að meta þörf fyrir forvarnir og heilsueflingu, sem og árangur heilsueflandi heimsókna, er brýnt að bæta skráningu og efla notkun staðlaðra matskvarða. Rannsaka þarf orsök þess hvað fær fólk til að þiggja heilsueflandi heimsókn og þróa þarf þetta þjónustuúrræði áfram. Æskilegt er að samræma heilsueflandi heimsóknir á landsvísu þannig að safna megi gögnum og nýta til að meta langtíma árangur fyrir stærri hópa eldra fólks.
    Lykilorð: aldraðir, heilsuseflandi heimsóknir, heilsuefling, forvarnir.
    Abstract
    Research background. Health authorities are increasingly looking into health visits as a way to promote healthy aging and enabling the older adults to maintain independence in their own homes. Limited research has been done into the subject.
    Objective. To examine the characteristics and the survival rate of two groups of older adults individuals who either accepted or refused health visit.
    Methods. A quantitative, comparative cohort design was used to evaluate the available data in the database Sagakerfið. The data was based on information about 148 individuals, eighty years of age, who were invited by the health center in Selfoss to get one health visit during the years 2005-2010.
    Results. A total of 100 (68%) accepted the health visit (51 men and 49 women) and 48 (32%) rejected it (17 male and 31 female). At the start of the study period there was a significant difference of sleeping pill usage between the groups (p = 0,011). Those who accepted visits were more likely to use sleeping pills (44%) than those who rejected the visits (21%). Despite the limited number of participants, only one health visit and a brief follow-up, there was a significant connection between having received a visit and being alive one (p = 0,014) or two (p = 0,006) years after the visit. Among the factors that characterized the group that accepted the promoting health visit were that more women than men lived on their own, more than half of the group didn’t report regular physical activity and 71% were overweight.
    Conclusion. To assess the need for prevention and health promotion, as well performance health visits, improve documentation and promote the use of standardized assessment methods that help to evaluate the state of health and the need for preventive actions and health promotion of the older adults. Research is needed into why older people accept or reject health visits and further development of the visits is also necessary. Coordinating health visits for the whole nation open up possibilities to collect data to be used as longitudinal outcome measures for larger groups of older people.
    Key words. Older adult, preventive home visits, health promotion, prevention.

Styrktaraðili: 
  • Rannsókna- og vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Athugasemdir: 
  • Læst til 21.5.2015
Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Steinunn Svavarsdóttir B5.pdf4,45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Tafla 3 Samantekt á rannsóknum á heilsueflandi heimsóknum.pdf150,61 kBOpinnTafla 3PDFSkoða/Opna