is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18600

Titill: 
  • „Þetta er lítið leikrit sem allir ganga inn í.“ Þjóðfræðileg tilviksrannsókn á upplifun þátttakenda hlutverkaspils og ferli spilastunda
  • Titill er á ensku A case study of tabletop role-play: Player experiences and the performance process of sessions
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari BA ritgerð í þjóðfræði er fjallað um hlutverkaspil (e. tabletop role-playing game) með áherslu á sviðslistafræði. Byggt er á eigindlegri rannsókn sem fólst í bæði viðtölum við meðlimi spilahóps og vettvangsferðum þar sem fylgst var með spilastundum sama hóps. Gögn rannsóknarinnar eru hér notuð til að varpa ljósi á bæði ferli spilastunda leiksins og upplifun spilara hans.
    Byrjað er á því að segja frá rannsókninni og kynna þær kenningar sem notaðar eru í greiningarkafla ritgerðarinnar. Þar er helst að nefna skilgreiningar Johan Huizinga á leik, kenningar Richard Schechner um ferli sviðslistar og kenningar Victor Turner um millibilsástand. Síðan er sjónum beint að leiknum sjálfum, þ.e. rannsóknum á honum, sögu hans og skilgreiningum fræðimanna á honum. Þá er komið að greiningarkafla ritgerðarinnar, þar er spilastundunum lýst og þær greindar áður en fjallað er um upplifun spilaranna út frá viðtölnunum
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar snúa að ferli leiksins, afmörkun hans í tíma og rúmi, mikilvægi sagnasköpunar og því hver hvati spilaranna er að þátttöku. Rannsóknin leiddi í ljós að spilararnir eru sammála um ákveðin undirstöðuatriði og leggja allir áherslu á sagnasköpun, innihaldsríka afþreyingu og þjálfun ímyndunaraflsins. Megin hvati þeirra að þátttöku í leiknum er aftur á móti misjafn en það sem fyrst og fremst dregur spilarana að leiknum eru tækifærin sem hann býður upp á til að virkja og þjálfa hugann, mynda vináttutengsl, upplifa innihaldsríka afþreyingu og hverfa inn í annan heim.

Samþykkt: 
  • 2.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
þetta er lítið leikrit sem allir ganga inn í - Þjóðfræðileg tilviksrannsókn á upplifun þátttakenda hlutverkaspils og ferli spilastunda.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna