is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18606

Titill: 
 • ,,Það þarf að einstaklingsmiða heimanámið“ : viðhorf grunnskólakennara til heimanáms
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Heimanám hefur töluvert verið rætt og rannsakað í gegnum tíðina og hefur á síðustu árum virst þróast í átt að einstaklingsmiðun. Þessari rannsókn er ætlað að varpa ljósi á hvernig hugmyndir um einstaklingsmiðað nám endurspeglast í viðhorfum grunnskólakennara til heimanáms. Aðferðin við rannsóknina fólst í rýnihópaviðtölum sem tekin voru í mars 2014. Viðmælendur voru átján kennarar á yngsta-, mið- og efstastigi í þremur grunnskólum en alls voru rýnihópaviðtölin þrjú.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að vekja umræðu um hvað heimanám er, hvert sé markmiðið með því, tilgangur þess og hvort að það sé einstaklingsmiðað.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að flestir viðmælendurnir töldu að einstaklingsmiðað nám færi fram í grunnskólum landsins. Þeir töldu einnig að heimanám nemenda væri einstaklingsmiðað og voru allir sammála um mikilvægi þess. Þeir sögðu það skila meiri árangri meðal nemenda, bæði þeirra sem eru slakir í námi og þeirra sem eru sterkir. Viðmælendurnir voru allir á því að það heimanám sem þeir settu fyrir væri einstaklingsmiðað fyrir utan lestur sem nemendur á elsta stigi sinna heima en þeir lesa í námsbókunum fyrir kennslustundir og þá eru allir nemendur með sama viðfangsefni. Viðmælendur voru allir sammála því að setja ætti sem minnst heimanám fyrir og bentu meðal annars á lengri skóladag og íþrótta- og tómstundastarf nemenda eftir skóla sem ástæðu þess.
  Viðmælendur voru þó allir á þeirri skoðun að heimanám væri mikilvægt til að styrkja nemendur og þjálfa betur þá þætti sem þeir hafa unnið með í skólanum. Auk þessa kom fram að í flestum tilfellum er lestur heima eina heimanámið sem nemendur fá. Allir nemendur á yngsta stigi í grunnskólunum þremur sem þátt tóku í rannsókninni lesa heima, helst á hverjum degi og töldu viðmælendur það mjög mikilvægt. Það heimanám sem þeir vildu alls ekki sjá á eftir var lesturinn og þá sérstaklega meðal yngsta stigs.

 • Útdráttur er á ensku

  Homework has been researched extensively throughout the years and is developing towards personalization. This qualitative research is conducted to shed light on how ideas on personalizations are reflected in the teachers view to homework. The research method was focus group interviews conducted in March 2014. Participants were 18 elementary (1st – 10th grade) teachers in three elementary schools but the focus groups interviews were three in total.
  The purpose of this research is to spark conversations about what homework is, its goal, purpose and if it is personalized.
  The main findings of this research were that most participants thought that personalized learning took place in Icelandic elementary schools. They also considered homework to be personalized and all agreed on it’s value. They believed it produced better results, both for struggling students and well off ones. All participants believed that the homework they assigned to students was personalized except for reading older students do at home, but they all prepare for class by reading at home from the same textbooks. They all agreed that homework should be kept to a minimum and pointed out that long days of both school and extra curricular activities should be kept in mind.
  The teachers in this study were unanimous about the fact that homework is important to support students and implement better the learning doen from school. Additionally, reading at home is in most cases the only homework students get. All teachers in the first 4 grades in elementary school, who participated in this study have their students read at home every day and thought that was important. The homework they would not want to skip was reading, especially among young children

Samþykkt: 
 • 2.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BylgjaFinnsdóttir_Ritgerð_KdHa.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna