is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18608

Titill: 
 • Nám við hæfi í grunnskóla : er komið til móts við nemendur með sérþarfir?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skóli án aðgreiningar hefur töluvert verið í umræðunni innan sem utan menntastofnana á undanförnum áratugum og skiptar skoðanir um hvort menntastefnan sé rétt þróun. Allir nemendur eiga rétt á að sækja sinn heimaskóla og er skólum skylt samkvæmt lögum að taka á móti öllum nemendum.
  Í þessari rannsókn var sjónum beint að umsjónarkennurum og þeirra hlutverki og skilningi gagnvart nemendum með skilgreindar sérþarfir og var markmiðið að kanna hvernig komið er til móts við nemendur í þremur grunnskólum af hálfu umsjónarkennara. Rannsóknarspurningarnar sem hafðar voru að leiðarljósi eru:
  • Hvert er hlutverk umsjónarkennara í grunnskólum gagnvart nemendum með sérþarfir?
  • Hvaða skilning leggja umsjónarkennarar í starf sitt?
  Gerð var eigindleg rannsókn og tekin hálfopin viðtöl við átta umsjónarkennara í þremur grunnskólum, viðtölin fóru fram frá júní 2012 til febrúar 2013.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru að allir kennararnir höfðu ágætar hugmyndir um hvert hlutverk þeirra sem umsjónarkennari var gagnvart nemendum með sérþarfir. Þó mátti greina að það vantaði töluvert upp á að komið sé til móts við nemendur með sérþarfir og margir voru ekki með nám við hæfi. Kennararnir notuðu fjölbreyttar kennsluaðferðir að takmörkuðu leiti, en kennarar á yngri stigum voru mun áhugasamari og duglegri við að beita fjölbreyttum aðferðum. Kennararnir sögðu jafnframt að óöryggi hefði áhrif þegar kom að því að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir. Jákvætt viðhorf vantaði til stefnunnar um skóla án aðgreiningar og er ýmsu ábótavant þegar kemur að hugmyndafræðinni í þeim skólum sem kennararnir starfa við.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent decades, the inclusive educational policy has been frequently debated within the educational institutions, as well as in the general society. Opinions differ on whether this policy is a preferable approach. All students have a right by law and regulations to attend their local school and all schools are required to accept all students.
  This study focuses on the education of students with special needs, and the goal was to explore how these students are being received by certain primary schools. The guiding research questions for the study were:
  • What roles do class-teachers in primary schools play with regards to students with special needs?
  • How do class-teachers define their own role?
  A qualitative research approach was used, where 8 teachers from 3 different primary schools were interviewed in semi-structured interviews. The interviews took place from june 2012 to february 2013.
  The main findings of the study states that teachers understood what their role regarding students with special needs were. The needs of all students were not being catered to by a substantial margin, and many were not receiving education that fitted their needs. The teachers were not adequately using the diverse teaching methods available, with the exception of teachers with younger students. Teachers also feel insecure when using diverse teaching methods. The study indicates, that the inclusive educational policy is not sufficiently implemented in these schools and a positive perspective towards the policy was also lacking.

Samþykkt: 
 • 2.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18608


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd-Rannveig-27 maí.pdf990.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna