is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1861

Titill: 
  • Farsæl skólabyrjun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessari ritgerð er ætlað að varpa ljósi á hvernig nokkrir skólar á landinu taka á móti nemendum sínum í upphafi skólagöngu. Áhugavert var að kanna hvort skólar fari svipaðar eða mismunandi leiðir í aðlögun nemenda sinna. Í ritgerðinni er að finna fræðilega umfjöllun um tengsl leikskólans og grunnskólans, áherslur í byrjendakennslu, líðan barna í skólabyrjun sem og umfjöllun um skólastofuna/námsumhverfið og kennsluaðferðir. Viðtöl voru tekin við skólastjóra í fimm grunnskólum á landinu, einn skóla á landsbyggðinni og fjóra skóla á höfuðborgarsvæðinu. Skólastjórarnir voru spurðir tíu opinna spurninga og fengu allir sömu spurningar. Þessi lokaritgerð gagnast öllum þeim sem hafa áhuga á að skólabyrjun barna verði sem farsælust. Að auki nýtist hún kennurum sem eru að skipuleggja fyrstu vikurnar í upphafi skólagöngu barna ásamt því að sýna hvernig aðrir skólar fara að í aðlögun sinni. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að skólar fara sínar eigin leiðir í aðlögun yngri barna. Þrátt fyrir sérstöðu hvers skóla fyrir sig hafa skólarnir hag barnanna að leiðarljósi og stuðla að andlegri og líkamlegri velferð nemenda sinna. Í byrjendakennslu er leikur að læra og leikurinn gegnir mikilvægu hlutverki sem skólar ættu að nýta sem náms- og þroskaleið. Líðan barna skiptir einnig miklu máli því erfitt er að læra og þroskast ef hún er ekki góð. Í ljósi þessara niðurstaða byggi ég kennsluhugmyndir fyrir fyrstu 4 vikurnar í upphafi skólaárs.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 9.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1861


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_heild.pdf409.24 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna