is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18610

Titill: 
 • Í takt við tíðarandann : spjaldtölvur í námi og kennslu á yngsta stigi grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um hvort innleiðing spjaldtölva í skólastarf á yngsta stigi grunnskóla geti bætt nám og kennslu. Á síðustu árum hefur tækniþróun haft stöðugt meiri áhrif og nú telja stefnumótandi aðilar um menntun á 21. öldinni að leggja þurfi aukna áherslu á upplýsingatækni í öllu skólastarfi. Í mars 2014 vann höfundur að tilviksrannsókn í tveimur íslenskum grunnskólum og var gagnaöflun tvíþætt. Annars vegar með vettvangsathugunum í fimm kennslustundum þar sem fylgst var með nemendum á yngsta stigi nýta spjaldtölvur í námi sínu og hins vegar með viðtölum við fimm kennara um reynslu þeirra af notkun spjaldtölva við kennslu á yngsta stigi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort og þá hvernig notkun spjaldtölva í námi og kennslu á yngsta stigi geti bætt nám að mati starfandi kennara og hvernig notkun spjaldtölva geti stutt við upplýsinga-, miðla- og tæknilæsi nemenda. Spjaldtölvur eru nýleg tæki og rannsóknir fáar um áhrif þeirra á nám enda lítil reynsla komin á notkun þeirra. Þess vegna getur rannsóknin gefið skólasamfélaginu mikilvægar upplýsingar um efnið.
  Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að notkun spjaldtölva á yngsta stigi geti, að mati viðmælenda bætt nám og kennslu með ýmsum hætti. Meðal annars töldu þeir notkun spjaldtölva auka áhuga og virkni og auðvelda einstaklingsmiðun í námi. Þeir töldu spjaldtölvurnar nýtast sem aðstoðarkennari, létta á álagi í kennslustundum og leiða til betra aðgengis nemenda að kennaranum. Niðurstöður bentu einnig til þess að notkun smáforrita geti stutt við upplýsinga- og tæknilæsi en til að efla miðlalæsi þyrfti notkun jaðartækja, Netsins, vefsíðna og samfélagsmiðla að aukast. Innleiðing spjaldtölva féll að þeim kennsluháttum sem fyrir voru en breytti þeim ekki. Niðurstöður gefa vísbendingar um að spjaldtölvur gefi skólafólki tækifæri til breytinga og bóta á skólastarfi en til að tækifærin nýtist sem best þurfa nýir áhersluþættir um nám á 21. öldinni að innleiðast í auknum mæli í skólastarf.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis focuses on the use of tablet computers in early elementary education and whether it improves teaching and learning. The role of technology has increased and many influencers on 21st century education believe that information technology should play a bigger role in education. The author conducted a two fold case study in March 2014 by collecting data in two elementary schools in Iceland. One was observations in five lessons in early elementary education where students used tablets in their classroom. The other method was interviewing five teachers about their experience of teaching with tablets in early elementary education. The purpose of this study was to examine whether and how the use of tablet computers for teaching and learning in elementary education can improve learning in the opinion of teachers, and how the use can support students information-, media- and technology literacy. Tablets are fairly new products, experience of using them is little and few studies are available about their affect on learning. Therefore all research about the use of them in education is important for the educational society to gain better insights on the issue.
  Results indicate that using tablets in early elementary education can in the opinion of the interviewees improve both teaching and learning in various ways. They considered that using them increased the student´s interest, activity and made personalized education more accessible. The teachers thought tablets were similar to a teaching assistant, made the lessons easier and gave students improved access to them. Results also indicate that apps alone can train both information- and technology literacy for students but to support media literacy, increased use of peripheral devices, the internet, websites and social media is required. Tablet intergration fitted to the current teaching methods but did not change them. The findings indicate that tablets give educators opportunities to change and improve education but for optimal utilization the focus needs to be on teaching methods that brings 21st century instructions to reality.

Samþykkt: 
 • 3.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18610


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraprófsritgerð vor 2014.pdf723.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna