en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18612

Title: 
  • Title is in Icelandic Ísskápshurðir og eigendur þeirra. Rannsókn á efnismenningu eldhússins
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerðin fjallar um ísskápshurðir, hlutina sem eru á þeim og fólkið sem skreytir hurðirnar. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er hvort og hvernig ísskápshurðir endurspegla fólkið sem býr á heimilinu. Til að leita svara við spurningunni tók ég fimm eigindleg viðtöl auk þess að taka ljósmynd af ísskápshurðinni hjá viðmælendum mínum. Einnig óskaði ég eftir að fólk sendi mér mynd af sinni ísskápshurð og svaraði í leiðinni spurningaskrá. Alls fjörtíu og þrír einstaklingar sendu mér ljósmyndir og svör. Auk viðtalanna og ljósmyndanna studdist ég við rannsóknir fræðimanna sem höfðu rannsakað hegðun fólks og tengsl fólks við hluti. Í þessu samhengi skoðaði ég sérstaklega hlutverk kynjanna og hvernig þau birtast á ísskápshurðinni. Einnig athugaði ég hvers vegna fólk setur ákveðinn hlut á ísskápinn en ekki einhvern annan og afhverju sumir hlutir fá að vera á ísskápshurðinni í langan tíma á meðan aðrir staldra stutt við. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikill munur er á ísskápshurðum fólks eftir fjölskylduhögum, það er hvort það býr eitt, er í sambúð, hvort það eru börn á heimilinu eða hvort börnin eru uppkomin. Töluverður munur var einnig á ísskápshurðum fólks sem átti eitt barn og hjá fólki sem átti þrjú eða fleiri börn. Einnig var ákveðið samhengi milli þess hver eldar matinn á heimilinu og hver sér helst um að skreyta ísskápshurðina. Ísskápshurðin gefur því dýrmætar vísbendingar um fjölskyldumeðlimi og líf þeirra.

Accepted: 
  • Jun 3, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18612


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
isskapshurdir_og_eigendur_theirra_ba_ritgerd_JSH_2014.pdf153.09 MBOpenHeildartextiPDFView/Open