Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18613
Langvinn lungnateppa (LLT) er algengur sjúkdómur og skipar eitt af efstu sætum á lista yfir sjúkdóma með hæstu dánartíðni í heiminum og spáð er áframhaldandi aukningu. Á Íslandi er fimmtungur þeirra sem eru 40 ára og eldri með LLT.
Astmi er einnig einn af algengustu krónísku sjúkdómum í heiminum og fer vaxandi. Báðir sjúkdómarnir flokkast sem teppusjúkdómar og eru innöndunarlyf kjörmeðferð á sjúkdómunum. Rétt notkun á innöndunartækjum er hornsteinn einkennameðferðar sjúklinga með teppusjúkdóma. Röng notkun þeirra er hins vegar algengt vandamál.
Rannsókn þessi er þverskurðarrannsókn sem var gerð til að meta færni við að nota innöndunarlyf meðal sjúklinga með LLT og astma. Annars vegar er tæknileg færni metin og hins vegar öndunarleg færni. Einnig var kannað hvort tengsl væru á milli aldurs, kyns, menntunar, alvarleika sjúkdóms og staðfestrar sjúkdómsgreiningar og færni til að nota innöndunartækin. Stuðst var við lýsandi tölfræði og fylgniútreikning.
Meðal þátttakenda voru 59 karlmenn og 66 konur (n=125) í rannsókninni. Meðalaldur var 59,5 ár. Flestir þátttakendurnir (n=83) voru greindir með meðal til alvarlega LLT, GOLD stig 2 og 3. Alls 100 einstaklingar með LLT voru greindir, eða fengu greiningu í rannsókninni og 25 voru með astma. Allir nema einn þátttakandi hafði sögu um reykingar en helmingurinn var hættur. Meirihluti þátttakanda (n=91) notaði innöndunarlyf reglulega og 12 notuðu eftir þörfum. Meðal þátttakanda voru 97 sem notuðu dufttæki og 31 notaði innúðatæki.
Tæknilegri getu eins og að hrista innúðatæki og að halda bæði innúða- og dufttæki uppréttu fyrir notkun var ábótavant. Atriði tengd öndun voru metin verri en þau tæknilegu. Liðirnir ,, Andar rólega frá sér og tæma lungun” áður en lyfi er andað að sér, ,,Heldur niðri í sér andanum” og ,,Andar rólega frá sér” eftir lyfjagjöf, var ábótavant. Neikvæð fylgni var á milli alvarleika sjúkdóms og getu sjúklinga til að anda lyfi djúpt og rólega að sér úr innúðatæki. Ekki var marktækur munur milli karla og kvenna við notkun innöndunarlyfja. Ekki var marktækur munur á notkun þeirra sem höfðu fengið staðfesta sjúkdómsgreiningu og þeirra sem ekki höfðu það. Tengsl aldurs og notkunar innöndunarlyfja var ekki marktæk en vísbending var um verri notkun með hækkandi aldri. Ekki voru tengsl á milli menntunar og notkun á innöndunarlyfjum. Niðurstöður rannsóknar¬innar staðfestu niðurstöður annarra rannsókna, um að notkun innöndunarlyfja er ábótavant meðal sjúklinga með LLT og astma.
Lykilorð: langvinn lungnateppa, astmi, notkun innöndunarlyfja, innúðalyf, dufttæki
Chronic obstructive pulmonary disease (COPD) is a widespread disease and is a leading mortality cause worldwide. In Iceland one fifth of people over the age of 40 suffers from COPD.
Asthma is one of the most common chronic diseases in the world and is still on the rise. The use of inhalers is the optimal therapeutic option in managing COPD and asthma. The correct usage of inhalers is paramount in symptomatic treatment, but inhaler mishandling is common among patients with COPD and asthma.
The aim of this study was to evaluate inhaler use among patients with COPD and asthma. This cross sectional study describes capacity of inhaler devices by patients with COPD and asthma, both technical and breathing capability. The influence of age, gender, education, severity of the disease and knowledge of the disease was also evaluated. Statistical techniques were deployed in that regard.
The study consisted of 59 males and 66 females (n=125), with a mean age of 59,5 years. The majority (n=83) was diagnosed with moderate and severe COPD, GOLD stages 2 and 3. Of the participants, 100 were diagnosed with COPD (n=100), and twenty five with asthma (n=25) after undergoing a spirometer test. All except one had a history of smoking, although half had quit. Most participants (n=91) used an inhaler on a daily basis and 12 used an inhaler when needed. Of the participants, 97 used a dry powder inhaler (DPI) and 31 used pressurized metered-dose inhaler (pMDI).
The technical capability of shaking the pMDI and not holding the pMDI and DPI upright before use was common. Breathing capability was markedly worse than technical efficiency with inhalers. Failing to exhale before use, holding ones breath and exhaling slowly were common errors.
A negative correlation was found between the severity of the disease and the capability to inhale the medicine from pMDI. There were no significant differences between genders, nor between participants that were already diagnosed and those who were not. The correlation between age and capability was not significant but there were hints of increased mishandling with older age. No correlation was observed between education and inhaler use. The study supported previous results, that inhaler use is insufficient among patients with COPD or asthma.
Keywords: COPD, asthma, inhaler use, pMDI, DPI
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bs.anna.maria.leifsdottir.pdf | 723.92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |