is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18615

Titill: 
  • Gjafir frá huldufólki. Rannsókn á veraldlegum hlutum úr hulduheimi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um gjafir og verðlaun sem eru sögð komin úr hulduheimi og sagnahefðin skoðuð í ljósi þess. Leitast var eftir hlutunum sem sagðir eru koma úr hulduheimi á söfnum landsins en einnig var athugað hvort einhverja hluti væri að finna í vörslu einstaklinga. Við rannsóknina fundust tíu hlutir sem sagðir eru komnir frá huldufólki og voru sagnirnar sem fylgdu þeim bornar saman við sagnahefðina. Einnig var athugað hvort einhver munur væri á sögnunum eftir tímabilum sem fylgja þessum hlutum. Auk þess var athugað hvort að sagnirnar gætu endurspeglað trú og samfélagsleg viðhorf sem viðgengust í samfélaginu sem þær voru sagðar í. Ritgerðin byggist upp á fjórum köflum þar sem farið er yfir megin hugtök sem tengjast þjóðsögum og eru notuð í þjóðsagnafræði. Að viðbættum fjórum megin köflum er inngangur og niðurstöðukafli í lokinn. Myndaskrá af hlutunum sem fundust við þessa rannsókn er að finna aftast í ritgerðinni.
    Helstu niðurstöður úr rannsókninni var að tíu hlutir fundust á meðan rannsókninni stóð, níu á söfnum landsins og einn í einkaeigu. Sagnirnar sem fylgja hlutunum skiptu sér áberandi upp eftir aldri. Þær sem voru elstar flokkast sem íslenskar flökkusagnir með sterk siðferðisleg skilaboð. Yngri sagnirnar voru allt reynslusagnir sem gerðust snemma á 20. öldinni. Athyglisvert var að aðeins ein flökkusögn gat taldist til alþjóðlegrar flökkusagnar.

Samþykkt: 
  • 3.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efemia Hrönn Björgvinsdóttir.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna