is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18620

Titill: 
 • „Ég vil vera á raungreinasviði en ég treysti mér ekki til þess“ : rannsókn á upplifun og viðhorfi nemenda Menntaskólans á Akureyri til náms á ólíkum sviðum
Skilað: 
 • Júní 2014
Útdráttur: 
 • Árið 2010 var innleidd ný skólanámskrá í Menntaskólanum á Akureyri þar sem nemendur hafa val um tvö grunnnámssvið, raungreinasvið og tungumála- og félagsgreinasvið. Undanfarin ár hefur dregið úr aðsókn nemenda á raungreinasvið skólans og hlutfall þeirra sem skipta um svið er líða tekur á námið hefur hækkað. Stjórnendur og kennarar hafa áhyggjur af þessari þróun og tala jafnvel um flótta af raungreinasviði skólans. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á ástæður þessarar þróunar auk þess að koma með hugmyndir að úrbótum sem skólinn getur nýtt til að sporna við henni. Rannsóknin byggir á rafrænni könnun sem lögð var fyrir alla nemendur í 2., 3. og 4. bekk og var jafnframt hluti af innra mati skólans.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru skýrar. Fram kom að aðallega þrjár ástæður stýra vali á námssviði og brautarskiptum nemenda. Þessir ástæður eru álag í námi, stærðfræði- og eðlisfræðikennsla skólans og að áhugi nemenda breytist þegar líða tekur á námið. Eins benda niðurstöður til að álag á sviðunum tveim sé ójafnt en þættir eins og samanburður á athöfnum nemenda utan skóla (t.d. heimavinna og vinna með skóla) og svör nemenda virðast renna stoðum undir það.
  Niðurstöður benda ennfremur til þess að nauðsynlegt sé að endurskoða nokkra þætti á raungreinasviði. Skoða kennsluhætti í stærðfræði og eðlisfræði og dreifa betur álagi á skólaárin. Skoða möguleikann á að samræma betur kröfur á tveim grunnsviðum skólans þar sem horft er til vinnuframlags nemenda út frá framhaldsskólaeiningum. Síðast en ekki síst er mikilvægt að vinna að því að efla trú nemenda á eigin getu í raungreinum og efla jákvætt viðhorf nemenda til náms og kennslu sviðsins. Stórum hluta nemenda líður vel í skólanum, en markmiðið er að hækka þetta hlutfall enn frekar og skapa þann skólabrag sem lagt er upp með í skólasýn Menntaskólans á Akureyri.
  Nokkur helstu lykilhugtök: Menntaskólinn á Akureyri (Akureyri Junior College), raungreinasvið (The Natural Science Programme), val á námi (choice of study) og stærðfræði (mathematic).

 • Útdráttur er á ensku

  In the year 2010 Akureyri Junior College introduced a new curriculum with a choice between two core courses of study, the study of sciences and the study of languages and social sciences. Lately the number of applications to the study of sciences has decreased and the percentage of students changing from that course to the other has increased. This has raised concerns from school leaders and teachers alike. The goal of this study is to highlight the reasons for this development and to offer solutions that the school could utilise to reverse this development. The study is built on an electronic survey that every student, safe for the freshmen class, took as a part of the Akureyri Junior College’s internal evaluation. The findings are clear. There are generally three reasons behind the students changing or considering changing courses from the study of sciences or not choosing the study of sciences despite interest. These are study load, the schools mathematic and physics instruction and the changing of interests with age. Findings also suggest that the study load is unequal between these two core courses of study, but comparison of the students’ out of school hours and other responses seem to support this. This indicates the necessity to review some aspects of the study of sciences; firstly to explore teaching methods employed in physics and mathematics and the spread of study load between years; secondly to synchronise standards and demands in the two core courses of study; and lastly to increase the students’ confidence in their science ability and foster a more positive attitude towards learning and instruction in the study of sciences. A large percentage of the students feel good in school but the goal is to increase this number further and create an atmosphere concurrent with Akureyri Junior College’s school vision.

Athugasemdir: 
 • Læst til 5.5.2134
Samþykkt: 
 • 3.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EyrunGigja_MEd_ritgerd_kdHA.pdf1.14 MBLokaður til...05.05.2134HeildartextiPDF
Heimildir_pdf.pdf334.51 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Agrip_Abstract.pdf156.26 kBOpinnÁgrip og abstractPDFSkoða/Opna