is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18626

Titill: 
  • Lagasmiðja : valáfangi á unglingastigi í samstarfi tónlistar- og grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir á áhrif tónlistarnáms á börn og unglinga sýna að þeir nemendur sem stunda tónlistarnám standa betur námslega og þeim líður betur í skólanum, auk þess sem að minni líkur eru á að þeir sýni frávikshegðun. Einnig sýna rannsóknir að nemendur vilja meira verklegt nám og nám sem tengist áhugasviði þeirra. List- og verknám hefur forvarnargildi, sérstaklega hjá nemendum sem standa höllum fæti í bóklegu námi og eru í brottfallshættu.
    Hér verður kynntur verklegur námsáfangi í tónmennt með áherslu á áhugasvið nemenda. Áfanginn stuðlar að samstarfi á milli grunn- og tónlistarskóla og einnig samstarfi á milli faggreinakennara á unglingastigi grunnskólans. Nafnið á honum er Lagasmiðja og byggir á því að nemendur semja lag og texta auk þess sem þeir læra á hljóðfæri til þess að geta flutt lögin sín sjálfir. Þetta er samþættur námsáfangi þar sem tónmennt, enska og upplýsingamennt koma við sögu. Námsáfanginn er samstarfsverkefni á milli grunn- og tónlistarskóla auk þess sem fleiri kennarar innan grunnskólans koma að samstarfinu. Tónmenntarkennari grunnskólans ber faglega ábyrgð á áfanganum og heldur utan um hann en allir kennarar sem koma að honum vinna sem teymi. Hefð hefur verið fyrir samstarfi af þessu tagi á Íslandi í svokallaðri forskólakennslu en í þessum áfanga er samstarfið tekið skrefinu lengra og það er yfirgripsmeira. Lagasmiðjan er verklegur áfangi og hentugt námsframboð fyrir alla nemendur, einnig þá sem eiga í erfiðleikum í bóklegum greinum.
    Í verkefninu eru einnig kynntar nokkrar leiðir til samþættingar námsgreina og mikilvægi þess að velja þá leið sem hentar best til þess að ná settum námsmarkmiðum.

  • Research on music education´s impact on children and young people show that students that also learn music achieve more and are happier in school than those who don’t. These students are also less likely to manifest risk behaviour. Research also indicate that students want to experience more practical learning and learn something that coincides with their area of interest. Arts and practical subjects have a preventive effect, especially on students that struggle academically and potential dropouts. In this thesis I present a practical course in music with emphasis on the students´ area of interest. The course generates collaboration between elementary and music schools and also between individual teachers on the upper level of the elementary school. It’s called Song-factory and students are expected to write songs and lyrics besides learning how to play an instrument and becoming able to perform their own songs. The course is an integrated course including the subjects music and English and it’s also a collaboration project between the elementary school and the music school as well as between teachers within the elementary school. The music teacher in the elementary school carries the responsibility of the course, although all the teachers involved work as a team. There exists a tradition of collaboration between these types of schools here in Iceland in socalled preschooling, but in this project the collaboration is more comprehensive.
    Several ways of integrated teaching are also presented besides the importance of choosing which kind of integration is best to reach the learning goals.

Samþykkt: 
  • 3.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lagasmiðja.pdf897,88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna