is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18645

Titill: 
 • Ánægja aðstandenda með umönnun á gjörgæsludeild: Forprófun mælitækis
 • Titill er á ensku Family satisfaction in the Intensive Care Unit: Pretesting of an instrument
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Einn af gæðavísum gjörgæslu er ánægja aðstandenda með þjónustuna. Mikilvægt er að mæla hana með staðfærðum mælitækjum en slíkt mælitæki er ekki til hér á landi. Meginmarkmið og tilgangur þessa rannsóknarverkefnis var að þýða, staðfæra og forprófa mælitækið: Ánægja aðstandenda með umönnun á gjörgæsludeild (e. Family Satisfaction with Care in the Intensive Care Unit, FS-ICU (24)) á íslenskum gjörgæsludeildum og nota niðurstöður forprófunarinnar til að meta notagildi hans við íslenskar aðstæður. Fræðilegar heimildir um upplifun aðstandenda af gjörgæsludeildum voru kannaðar með það að markmiði að kanna samræmi milli þeirra og niðurstaðna forprófunarinnar. Með þeim samanburði átti að meta notagildi mælitækisins á íslenskum sjúkrahúsum.
  Við þýðingu spurningalistans yfir á íslensku var stuðst við aðferðir MAPI-stofnunarinnar. Þýðingarferlið var tímafrekt en gekk vel og voru smávægilegar breytingar gerðar frá upprunalega spurningalistanum á orðalagi og uppbyggingu spurninga. Endanlegu drögin að spurningalistanum innihalda 29 spurningar auk sex bakgrunnsspurninga.
  Gerð var megindleg lýsandi þverskurðarrannsókn við forprófun spurningalistans sem fram fór í apríl 2014. Hentugleikaúrtak tólf aðstandenda sjúklinga sem lágu inni (> 48 klst) á gjörgæsludeildum Landspítalans við Hringbraut og í Fossvogi svöruðu spurningalistanum og var tölfræðiforritið SPSS notað við úrvinnslu gagna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að almennt gekk þátttakendum vel að svara spurningalistanum. Við úrvinnslu gagnanna komu í ljós nokkur atriði sem hafa þarf í huga við gerð endanlegu útgáfu spurningalistans en þau voru uppröðun og orðalag vissra svarmöguleika og þörf á fleiri svarmöguleikum við ákveðnum spurningum. Ánægja þátttakenda var mikil með veitta umönnun, samskipti og umhverfi gjörgæslunnar, en jafnframt ríkti viss óánægja með umfang stjórnar yfir meðferð sjúklings. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir á efninu sem staðfestir gildi mælitækisins. Þörf er á að lagfæra þær athugasemdir sem upp komu við svörun spurningalistans og framkvæma stærri rannsókn til að fá betra alhæfingargildi svo hægt verði að nota niðurstöður til að bæta gæði þjónustunnar við gjörgæslusjúklinga og aðstandendur þeirra.
  Lykilorð: FS-ICU 24, ánægja, aðstandendur, umönnun, gjörgæsludeild, mælitæki, spurningalisti, forprófun, fjölskylduhjúkrun, Calgary hugmyndafræði, umhverfi, QODD, HADS.

Samþykkt: 
 • 4.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ánægja aðstandenda með umönnun á gjörgæslu ().docx.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna