is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18648

Titill: 
 • Forvarnargildi áhugahvetjandi samtals. Rannsóknaráætlun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þetta lokaverkefni er áætlun að rannsókn sem ætlað er að meta forvarnargildi áhugahvetjandi samtals fyrir framhaldsskólanema sem nota vímugjafa.
  Mikill meirihluti þeirra unglinga sem ljúka grunnskóla á Íslandi hefja nám í framhaldsskóla en brottfall úr framhaldsskólum er hátt. Notkun vímugjafa eykst þegar nemendur hefja nám í framhaldsskólum og er enn algengari meðal þeirra sem hætta námi. Þörf er á úrræði til þess að sporna við þessari þróun og efla framhaldsskólana til að aðstoða nemendur sína til farsællar skólagöngu. Áhugahvetjandi samtal gæti reynst vel í þessum tilgangi en það er íhlutun sem hjálpar fagaðilum að hvetja skjólstæðinga sína til hegðunarbreytinga. Áhugahvetjandi samtal hefur reynst vel erlendis í samtölum við unglinga sem stunda áhættuhegðun eins og notkun vímugjafa. Til að meta árangur slíkrar íhlutunar er lagt til að gerð verði samanburðarrannsókn í tveimur framhaldsskólum í Reykjavík. Þátttakendur yrðu framhaldsskólanemar á öðru ári. Þeir sem veljast í íhlutunarhóp hafa neytt vímugjafa þrisvar sinnum eða oftar síðast liðinn mánuð. Spurningalistar sem mæla neyslu og líðan þátttakenda eru lagðir fyrir í upphafi rannsóknar og í tvö skipti að henni lokinni, þremur og sex mánuðum síðar. Allir nemendur sem samþykkja þátttöku svara spurningum burtséð frá því hvort þeir hafi fengið íhlutun. Niðurstöður skólanna verða að lokum bornar saman til þess að meta hvort áhugahvetjandi samtal dragi úr neyslu vímugjafa í þeim skóla þar sem íhlutunin fer fram. Leiði niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að áhugahvetjandi samtal hafi forvarnargildi má innleiða slíka íhlutun í framhaldsskólum. Skólaheilsugæsla í framhaldsskólum gæti sinnt því hlutverki því stór hluti hjúkrunarfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur hlotið grunnþjálfun í áhugahvetjandi samtali. Með aukinni skólaheilsugæslu í framhaldsskólum og þeirri þekkingu sem mannauður heilsugæslunnar býr yfir væri hægt að sinna framhaldsskólanemum í þeirra nærumhverfi og stuðla að bættri heilsu og farsælli skólagöngu.

 • Útdráttur er á ensku

  This final assignment is a research proposal that is assigned to evaluate the preventive value of motivational interviewing for students in Icelandic secondary schools who use substances.
  Most adolescents who finish primary school in Iceland go to secondary schools but too many drop out of secondary school before graduation. One of the reasons is that substance-use among adolescents increases in secondary schools. The Icelandic school system is in a need for interventions to tackle this problem. Motivational interviewing might be useful for that purpose because it provides professionals with a tool to motivate their clients to change their behaviour. Research has shown it to be successful in preventing adolescents risk behaviour. To assess the outcome of such intervention we propose an intervention study, in two secondary schools in Reykjavík. Participants would be all students in the second year. The intervention group will be students in one of the schools who have used substance at least three times in the previous month. Before the intervention participant will answer questionnaires that measure wellbeing and substance use. Follow up measures will be done three and six months after the intervention. Measures from the intervention school and the comparison school will be compared to assess if motivational interviewing has a preventive value. If the findings show that motivational interviewing has a preventative value it can be implemented in secondary schools in Reykjavik. A considerable proportion of nurses working in the public healthcare service in the capital area has taken courses in motivational interviewing and could therefore provide the interventions. Hence, increased health care in secondary schools and the knowledge of the health care workers could possibly be used to assist the students with the purpose of enhancing their health and school attendance.

Samþykkt: 
 • 4.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ms-hjukrunarfraedideild-andrea_2507824119.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna